Innlent

Veit ekki hvort Glitnir sameinast Landsbankanum

Geir H. Haarde á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag.
Geir H. Haarde á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki vita hvort að Glitnir sameinast Landsbankanum. ,,Ég veit það ekki. Ég veit að það er hugmynd sem hefur verið í gangi um nokkra hríð," sagði Geir í Kastljósi fyrr í kvöld. Fram kom í þættinum að Kastljós hefur heimildir fyrir því að bankarnir sameinist hugsanlega í vikunni. ,,Ég býst við því að ég myndi vita það," sagði Geir.

Geir sagðist ekki vera kunnugt um að tilvonandi eigendur Glitnis hafi rætt við eigendur Landsbankans um sameiningu í dag.

Aðspurður hvort hann hafi átt fund með forsvarsmönnum Landsbankans um málið sagði Geir: ,,Við höfum ekki átt slíka fundi en ég er í ágætu sambandi við þessa menn og tala oft við þá."

Geir bætti við að ekkert athugavert væri við það og að hann reyndi að fylgjast með því sem væri að gerast í bankakerfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×