Innlent

Efast um hæfi Davíðs

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, efast um hæfi Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, þegar kemur að fyrirhugaðri ríkisvæðingu Glitnis.

,,Ég tel mikinn vafa leika á því miðað við stjórnsýslulög og fyrri samskipti Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að hann sé hæfur í málinu," sagði Þorsteinn í viðtali í Kastljósi fyrr í kvöld.

Í þættinum fór Þorsteinn yfir aðdraganda þess þegar tilkynnt var í gærmorgun að Seðlabankinn hyggst taka yfir 75% hlut í Glitni. Þorsteinn segist hafa haft áhyggjur af ástandinu og átt fund með Davíð á fimmtudaginn þar sem hann spurðist fyrir hvort að Seðlabankinn gæti lánað Glitni gegn því sem Þorsteinn segir að hafi verið góð veð. Í kjölfarið funduðu forystumenn Glitnis með forystumönnum Seðlbankans síðar um daginn og aftur á föstudaginn.

Aftur á móti hafi síðar reynst erfiðlega fyrir hann og starfsmenn Glitni að ná tali af starfsmönnum Seðlabankans. ,,Ég talaði við Davíð Oddsson á laugardaginn og bað hann um að hitta mig vegna þess að ég óttaðist það að það væri eitthvað að gerast vegna þess að það er vitað mál að samskipti ákveðna eiganda í hópi Glitnis við seðlabankastjóra hafa ekki verið góð vægt til orða tekið," sagði Þorsteinn.

Þorsteinn sagði að hann hafi verið kallaður á fund í Seðlabankanum á sunnudagskvöldið þar sem honum voru settir afarkostir af Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde. Þar var honum tilkynnt að Seðlabankinn hugðist auka hlutafé Glitnis og taka 75% í bankanum. Búið væri að taka ákvörðunina og forystumönnum Glitnis hafi verið stillt upp við vegg.

Jafnramt sagði Þorsteinn að þegar Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar daginn eftir hafi helstu hluthafar í Glitni ekki verið búnir að undirrita samkomulagið.

Eftir á að hyggja var rangt að leita á náðir Seðlabankans, að mati Þorsteins og bað hann hlutahafa í Glitni afsökunar á því. ,,Stærri mistök hef ég ekki gert lengi." Þorsteinn ætlar að beita sér fyrir því að hlutahafar í Glitni komi saman sem fyrst.

Þorsteinn vildi ekkert segja til um það hvort hann yrði áfram stjórnarformaður Glitnis gangi ríkisvæðingin eftir. Ábyrgð hans snúi fyrst og fremst að núverandi hluthöfum bankans. Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, sagðist í samtali við Vísi í dag að verið væri að skipuleggja það hverjir myndu sitja í stjórn bankans fyrir hönd ríkisins. Hann vildi ekki nefna nein nöfn í því samhengi en sagði að tilboðið til Þorsteins Más stæð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×