Innlent

Ari Edwald: Engir samningar gerðir á milli 365 og Árvakurs

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365.

Undanfarið hafa átt sér stað þreifingar á milli 365 og Árvakurs um samstarf fyrirtækjanna á sviði blaðaútgáfu. Þetta staðfestir Ari Edwald, forstjóri 365, í samtali við Vísi.

,,Ég get staðfest að það hafi farið fram viðræður um þetta upp á síðkastið og þær hafa náð lengur en fyrri viðræður. Aftur á móti hefur ekki verið skrifað undir neina samninga," segir Ari og bætir við ef af samkomulagi verði þá muni þeir ekki taka gildi fyrir en Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt þá.

Á vef Viðskiptablaðsins fyrr í kvöld var greint frá því Fréttablaðið fari undir Árvakur samkvæmt drögum að samkomulagi eigenda fjölmiðlafyrirtækjanna.

,,Markmiðið með hugsanlegu samstarfi fyrirtækjanna er að ná fram hagræðingu í framleiðsluferlinu og dreifingunni. Það yrðu engar breytingar á útgáfu Fréttablaðsins," segir Ari. Mikilvægt sé að sjálfstæði og samkeppni þeirra á milli haldist óbreytt.

Árvakur er útgáfufélag fjölmiðla á borð við Morgunblaðið, Mbl.is og 24 stundir. 365 á Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×