Innlent

Hælisleitandi ekki í gæsluvarðhald

MYND/Hilmar Bragi

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var á Fitjum, dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ, í gær. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fulltrúi hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, segir aldrei hafa staðið til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en lögreglumenn í skotheldum vestum handtóku hann í gær þar sem hann var talinn í miklu andlegu ójafnvægi.

Um er að ræða sama mann og handtekinn var sama dag og lögregla gerði húsleit á Fitjum á dögunum. Í kjölfar þeirrar aðgerðar sló í brýnu á milli mannsins og annars hælisleitenda og veifaði hann hníf í þeim átökum.

Þá var farið fram á sex vikna gæsluvarðhald yfir manninum, sem segist vera frá Vestur-Sahara án þess að geta fært á það sönnur, sem héraðsdómur Reykjaness féllst á. Þeim úrskurði var hins vegar hafnað í Hæstarétti og lýsti forstjóri Útlendingastofnunar sig undrandi á þeim dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×