Innlent

Tilboðið um stjórnarformennsku stendur ennþá

Þorsteinn Már Baldvinsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson.

Þorsteini Má Baldvinssyni, stjórnarformanni Glitnis, var boðið að sitja áfram í stóli formanns eftir að ríkið eignaðist bankann, að sögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Árna sagðist í samtali við Vísi í dag að verið væri að skipuleggja það hverjir myndu sitja í stjórn bankans fyrir hönd ríkisins. Hann vildi ekki nefna nein nöfn í því samhengi en sagði að tilboðið til Þorsteins Más stæði ennþá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×