Innlent

Stjórnarformaður Landsbankans tók ekki þátt í sameiningarviðræðum

Stjórnarformaður Samson fundaði með forsætisráðherra ásamt bankastjórum Landsbankans. Mynd/ Daníel.
Stjórnarformaður Samson fundaði með forsætisráðherra ásamt bankastjórum Landsbankans. Mynd/ Daníel.

Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, tók ekki þátt í fundi fulltrúa Landsbankans með Geir Haarde forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í gærkvöld.

Fundað var um mögulega sameiningu Landsbankans og Glitnis. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, segir að þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, hafi fundað ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem er stjórnarformaður Samson, stærsta einstaka hluthafans í Landsbankanum. Stjórnarformaður bankans hafi hins vegar ekki verið á fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×