Innlent

Lögðu hald á 20 grömm af kannabisefnum í Eyjum

Mynd/Vísir

Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 20 grömm af kannabisefnum í þremur fíkniefnamálum í liðinni viku. Fyrsta málið kom upp á fimmtudag þegar hald var lagt á pakka sem kom með flugi.

Í framhaldi af því var karlmaður um tvítugt handtekinn þegar hann kom og sótti pakkann. Í pakkanum reyndist vera um 10 grömm af kannabisefnum sem viðkomandi viðurkenndi að eiga. Hin tvö málin komu upp á sunnudagskvöldið en í framhaldi af því að karlmaður á þrítugsaldri var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna var farið í tvær húsleitir. Í annari þeirra fannst smáræði af kannabisefnum en í hinni fundust um10 grömm af sama efni. Játningar liggja fyrir í báðum tilvikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×