Innlent

Peningastefnan hafi ekki beðið skipbrot

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, segir að gild rök hafi verið færð fyrir því að breyta þurfi peningamálastefnunni, en hún hafi hins vegar ekki beðið skipbrot eins og margir haldi fram.

Þorgerður Katrín sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að mikilvægt væri að fram færi lifandi umræða um peningamálastefnuna og mögulega upptöku evru og ekki mætti berja umræðuna niður. Margir hafa hins vegar lýst eftir framtíðarsýn stjórnvalda í peningamálum og talið að skortur á henni ýti undir óvissuna á fjármálamarkaðnum.

Þorgerður segir aftur á móti alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum að ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×