Innlent

Kaupstaðir á Suðurlandi færðust til í skjálfta

MYND/GVA

Selfoss færðist um sautján sentímetra til suðausturs og og hækkaði um sex sentímetra í skjáltanum á Suðurlandi í vor.

Frá þessu greinir Suðurglugginn á vef sínum og hefur eftir Páli Bjarnasyni, tæknifræðingi hjá Verkfræðistofu Suðurlands. Unnið verður að því að mæla landið upp aftur og safna göngum en til þess eru notuð GPS-landmælingatæki. Þetta er gert í samvinnu Landmælingar Íslands, Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna og fleiri aðila.

Suðurglugginn segir enn fremur að Hveragerði hafi færst til um 14 sentímetra til norðausturs en færslur eru mældar út frá mælipunkti í Reykjavík. Færslurnar munu þó að líkindum að einhverju leyti ganga til baka líkt eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×