Innlent

Útilokað að taka upp evru án ESB aðildar

Jón Hákon Halldórsson skrifar

„Við fengum skýr svör frá Almunia," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar fundaði í morgun með Joaquin Almunia, framkvæmdastjóra efnahags- og efnahagsmála innan ESB. Þar var rætt um það hvort hægt yrði að taka upp evruna án aðildar að ESB.

Ágúst sagði að íslenska sendinefndin hefði fengið þau svör að það væru bæði lagalegar og pólitískar hindranir sem kæmu í veg fyrir að þessi möguleiki yrði að veruleika.

„Þannig að ég sé tvo kosti í stöðunni. Annað hvort göngum við í ESB og tökum upp evruna eða að við búum við óbreytt ástand," segir Ágúst. Ágúst segir að nefndin muni kynna svör Alumina fyrir stjórnvöldum heima.

Ágúst segir að sá kostur sé auðvitað í stöðunni að Geir H. Haarde nefni möguleikann á evruaðild án ESB-inngöngu við pólitískt kjörna fulltrúa, t.d. Sarkozy. Hann segist hins vegar ekki viss um að slíkar viðræður myndu koma miklu til skila.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×