Innlent

Raðbílaþjófur dæmdur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og nytjastuld.

Manninum var gefið að sök að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna en ökuferð hans endaði fyrir framan lögreglustöðina í Kópavogi. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í þrígang stolið bíl af bílasölum í ágúst síðastliðnum og ekið bílunum um borgina þar til lögregla hafði afskipti af honum. Í eitt skipti var hann undir áhrifum fíkniefna og í annað skipti með smáræði af fíkniefnum á sér.

Maðurinn, sem er tæplega fertugur, á að baki um áratugarlangan sakaferil fyrir ýmiss konar brot. Hlaut hann síðast dóm í júní og ágúst og voru brotin nú ákvörðuð sem hegningarauki við það. Auk fangelsisrefsingar var maðurinn sviptur ökuréttir í 14 mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×