Innlent

Sleginn yfir fregnum af veikindum Ingibjargar

MYND/Heiða

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist sleginn yfir fregnum af veikindum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.

Greint var frá því í morgun að Ingibjörg hefði greinst með góðkynja mein í höfði en hún er nú stödd í New York þar sem hún talar fyrir framboði Íslands til öryggisráðsins. Meinið verður meðhöndlað á næstu dögum og vikum.

Ágúst Ólafur sagði í samtali við Vísi að veikindin hefðu ekki átt sér neinn undanfara og hann sagðist að ekki vita hver myndi gegna stöðu utanríkisráðherra í fjarveru Ingibjargar. Fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að læknar telji ekki að ráðherra verði lengi frá vinnu vegna meðferðarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×