Innlent

Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sigríður Heiða Bragadóttir
Sigríður Heiða Bragadóttir

„Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni.

„Ég skynja Laugardalinn ekki eins og þessi móðir [sem Morgunblaðið ræddi við föstudaginn 19. september] en ég dreg samt ekki úr því að ef það er eitthvað sem þarf að bæta, til dæmis lýsing, þá á bara að gera það," segir Sigríður enn fremur og segir málið ekki hafa verið rætt sérstaklega í skólanum. Hún kveðst sammála Jórunni Frímannsdóttur sem Vísir ræddi við í dag um að sýnileiki og umferð fólks í dalnum væri nauðsynlegur þáttur til að tryggja öryggi fólks þar. Vandamálið teygi sig hins vegar ekki inn í skólann til hennar þar sem nemendur og kennarar uni glaðir við sitt.




Tengdar fréttir

Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju

Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa.

Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar

„Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim,



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×