Innlent

Kastaði sér út úr bíl áður en hann fór niður gil

MYND/Róbert

Ökumaður bifreiðar náði að kasta sér út úr henni áður en hún fór tugi metra niður snarbratt gil við Vatnsdalsveg norðan Tungu á sunnudag. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli að maðurinn hafi ekki meiðst en bifreiðin mun eitthvað hafa skemmst.

Þá segir í dagbókinni að lögregla hafi í liðinni viku tvisvar þurft að kalla björgunarsveitir til aðstoðar ferðamönnum á Landmannaleið og Lakavegi eftir að ökumenn höfðu fest bifreiðar sínar í ám á þeim leiðum. Í báðum tilfellum tókst að bjarga bæði fólki og bifreiðum. Lögregla segir fulla ástæðu til að minna fólk á að fara með gát þar sem miklir vatnavextir hafa verið í öllum ám og lækjum síðustu daga á hálendinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×