Innlent

Aðalmeðferð í máli yfirlögregluþjóns í desember

Aðalmeðferð í máli yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki á hendur sýslumanninum á Sauðárkróki og ríkinu verður þann 1. desember. Frá þessu var gengið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Yfirlögregluþjónninn, Björn Mikaelsson, fer fram á það að áminning í sex liðum verði dregin til baka. Það var sýslumaðurinn Ríkharður Másson sem áminnti hann fyrir störf sín og fór Björn í veikindaleyfi í framhaldinu. Málið tengist deilum innan lögregluliðsins á Sauðárkróki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×