Fjórir lykilstarfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hætta 24. september 2008 16:53 Jóhann R. Benediktsson fráfarandi lögreglustjóri, á fundi með starfsmönnum í dag. MYND/Víkufréttir/Ellert Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum, hefur í dag óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum þann 1. október næstkomandi. Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í dag. Þá tilkynnti Jóhann einnig að á undanförnum vikum hefðu þrír lykilstarfsmenn hjá embættinu einnig óskað eftir því að hverfa frá störfum á sama tíma. Það eru Eyjólfur Kristjánsson staðgengill hans, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri embættisins og Ásgeir J. Ásgeirsson starfsmannastjóri þess. Í fréttatilkynningu frá lögreglustjóra segir að aðdragandi málsins sé langur, en ákveðin kaflaskipti hafi orðið í mars þegar dómsmálaráðherra hafi tilkynnt að hann hygðist skipta embættinu upp. Sú ákvörðun ráðherra hafi verið fyrirvaralaus og án nokkurs samráðs við fag- og stéttarfélög eða yfirstjórn embættisins. Ákvörðun ráðherra og aðdragandi hennar hafi mætt mikilli gagnrýni bæði meðal starfsmanna embættisins og annarra og hafi Jóhann tilkynnt að hann myndi hætta störfum ef af uppskiptingunni yrði. Frumvarp til breytinga á tollalögum sem hafi falið í sér fyrrnefnda uppskiptingu hafi verið stöðvað meðförum Alþingis.Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið stirð Samskipti ráðuneytisins og embættisins hafi frá þeim tíma verið afar stirð. Embættið hafi á undanförnum mánuðum lagt sig fram við að vinna markvisst að lausn deilunnar og mætt kröfum ráðuneytisins um fjárhagslega aðgreiningu tollgæslu, lögreglu og öryggisdeildar meðan fagleg yfirstjórn þeirra yrði óbreytt. Sú vinna embættisins hafi ekki fengið hljómgrunn innan ráðuneytisins. „Ítrekaðar tilraunir yfirstjórnar embættisins til að bæta samskipti þess og ráðuneytisins hafa ekki borið árangur og er nú svo komið að algjör trúnaðarbrestur er á milli aðila að mati embættisins. Við þær aðstæður er ljóst að embættið kemur ekki til með að njóta sannmælis og sanngjarnrar meðferðar innan ráðuneytisins. Því metur lögreglu- og tollstjóri stöðuna þannig að nýir stjórnendur, þóknanlegir ráðuneytinu, verði að koma að embættinu. Þannig verði framtíð starfsmanna og starfseminnar tryggð. Með bréfi dagsettu 8. september sl. var lögreglu- og tollstjóra tilkynnt sú ákvörðun dómsmálaráðherra að staða hans yrði auglýst er skipunartími hans rennur út þann 31. mars næstkomandi. Forsendur þeirrar ákvörðunar voru fyrst kynntar í fjölmiðlum um nýliðna helgi. Þær skýringar eru léttvægar og dæma sig sjálfar," segir í tilkynningunni.Óskar starfsfólki sínu alls hins besta Þá segir að lögreglu- og tollstjóri óski starfsmönnum og embættinu alls hins besta í framtíðinni og skori á ráðamenn þjóðarinnar að tryggja að það öfluga og giftusamlega starf sem þar hafi verið unnið fái þann stuðning og skilning sem það verðskuldi. Alvarleg staða löggæslunnar í landinu sé verulegt áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og róttækra aðgerða sé þörf ef ekki eigi illa að fara. Tengdar fréttir Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns „Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því. 24. september 2008 13:32 Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt," 24. september 2008 10:54 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum, hefur í dag óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum þann 1. október næstkomandi. Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í dag. Þá tilkynnti Jóhann einnig að á undanförnum vikum hefðu þrír lykilstarfsmenn hjá embættinu einnig óskað eftir því að hverfa frá störfum á sama tíma. Það eru Eyjólfur Kristjánsson staðgengill hans, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri embættisins og Ásgeir J. Ásgeirsson starfsmannastjóri þess. Í fréttatilkynningu frá lögreglustjóra segir að aðdragandi málsins sé langur, en ákveðin kaflaskipti hafi orðið í mars þegar dómsmálaráðherra hafi tilkynnt að hann hygðist skipta embættinu upp. Sú ákvörðun ráðherra hafi verið fyrirvaralaus og án nokkurs samráðs við fag- og stéttarfélög eða yfirstjórn embættisins. Ákvörðun ráðherra og aðdragandi hennar hafi mætt mikilli gagnrýni bæði meðal starfsmanna embættisins og annarra og hafi Jóhann tilkynnt að hann myndi hætta störfum ef af uppskiptingunni yrði. Frumvarp til breytinga á tollalögum sem hafi falið í sér fyrrnefnda uppskiptingu hafi verið stöðvað meðförum Alþingis.Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið stirð Samskipti ráðuneytisins og embættisins hafi frá þeim tíma verið afar stirð. Embættið hafi á undanförnum mánuðum lagt sig fram við að vinna markvisst að lausn deilunnar og mætt kröfum ráðuneytisins um fjárhagslega aðgreiningu tollgæslu, lögreglu og öryggisdeildar meðan fagleg yfirstjórn þeirra yrði óbreytt. Sú vinna embættisins hafi ekki fengið hljómgrunn innan ráðuneytisins. „Ítrekaðar tilraunir yfirstjórnar embættisins til að bæta samskipti þess og ráðuneytisins hafa ekki borið árangur og er nú svo komið að algjör trúnaðarbrestur er á milli aðila að mati embættisins. Við þær aðstæður er ljóst að embættið kemur ekki til með að njóta sannmælis og sanngjarnrar meðferðar innan ráðuneytisins. Því metur lögreglu- og tollstjóri stöðuna þannig að nýir stjórnendur, þóknanlegir ráðuneytinu, verði að koma að embættinu. Þannig verði framtíð starfsmanna og starfseminnar tryggð. Með bréfi dagsettu 8. september sl. var lögreglu- og tollstjóra tilkynnt sú ákvörðun dómsmálaráðherra að staða hans yrði auglýst er skipunartími hans rennur út þann 31. mars næstkomandi. Forsendur þeirrar ákvörðunar voru fyrst kynntar í fjölmiðlum um nýliðna helgi. Þær skýringar eru léttvægar og dæma sig sjálfar," segir í tilkynningunni.Óskar starfsfólki sínu alls hins besta Þá segir að lögreglu- og tollstjóri óski starfsmönnum og embættinu alls hins besta í framtíðinni og skori á ráðamenn þjóðarinnar að tryggja að það öfluga og giftusamlega starf sem þar hafi verið unnið fái þann stuðning og skilning sem það verðskuldi. Alvarleg staða löggæslunnar í landinu sé verulegt áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og róttækra aðgerða sé þörf ef ekki eigi illa að fara.
Tengdar fréttir Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns „Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því. 24. september 2008 13:32 Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt," 24. september 2008 10:54 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns „Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því. 24. september 2008 13:32
Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt," 24. september 2008 10:54