Innlent

Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns

Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Árni Sigfússon bæjarstjóri.

„Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því.

Árni Sigfússon segir þó að það sem skipti mestu máli sé að í Reykjanesbæ sé öflug og góð löggæsla. „Við erum með öfluga sveit lögreglumanna og viljum halda henni öflugri," segir Árni. Hann segir að Jóhann R. Benediktsson hafi verið mjög öflugur foringi og hann hafi verið í mjög góðu samstarfi við Reykjanesbæ.

„Hins vegar vitum við að það kemur alltaf maður í manns stað og þetta er nú ekki eins og þetta þýði einhver ragnarök sem hér er að gerast," segir Árni. Hann segist ekki eiga von á fjöldauppsögnum hjá lögreglumönnum vegna brotthvarfs Jóhanns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×