Innlent

Segja lokun MS áfall fyrir Blönduós

Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að loka mjókurbúinu á Blönduósi frá og með næstu áramótum, en þar hafa tíu manns unnið. Bæjarstjórnarmenn segja að þetta sé áfall fyrir bæinn og komi eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Í tilkynningu frá MS segir að að fyrirtækið leggi áherslu á að finna starfsfólkinu ný störf. Liður í því sé að flytja bragðefnavinnslu MS úr sjávarafurðum til Blönduóss en ekki kemur fram hve margir fá vinnu við hana.

Valdilmar Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, segir þetta slæm tíðindi fyrir atvinnulíf bæjarins því auk átta stöðugilda í mjólkurbúinu séu nokkur afleidd störf í bænum. Mjólkurbúið hefur verið rekið á Blönduósi í rúm sextíu ár en undaqnfarin misseri hefur Mjólkursamsalan dregið úr umsvifum þar þannig að störfum hefur fækkað upp á síðkastið.

Hins vegar var alls ekki búist við lokun núna, að sögn Valgarðs. MS hafi ekki gert bæjaryfirvöldum viðvart né gert grein fyrir hvernig fyrirtækið ætlar að ráðstafa húsnæði mjólkurbúsins þegar starfseminni verður hætt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×