Fleiri fréttir

Skólasetning í dag

Skólahald í grunnskólum Reykjavíkur hefst í dag með því að börnin mæta í skólana og fá stundartöflur. Eiginlegt skólastarf hefst svo eftir helgi. Um fjögur þúsund börn á landinu öllu hefja nú skólagöngu í fyrsta sinn.

Stúlkur sluppu vel þegar bíll fór í sjóinn

Þrjár stúlkur sluppu nær ómeiddar þegar bíll þeirra rann út af veginum í Skutulsfirði í Ísafjarðarkaupstað í gærkvöldi, fór tvær veltur og hafnaði á hjólunum út í sjó. Þær komust út úr bílnum og óðu í land, en var illa brugðið.

Óttast ráðningar hjá Orkuveitunni

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, telur óeðlilegt að ekki sé gefið upp hvaða 18 einstaklingar sóttu um stöðu forstjóra Orkuveitunnar. ,,Ég óttast mjög ráðningarferlið í höndum nýs meirihluta en það eru öfl í þessum flokkum sem virkjast á hinn versta veg þegar þeir ná saman í meirihluta. Fólk þarf að vera vel á verði núna."

Vonbrigði að nýr meirihluti vilji Bitruvirkjun

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að það séu vonbrigði að nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur ætli að hefja rannsóknir að nýju við Bitruvirkjun.

Hafna úreltum hugmyndum um orkuflutninga

Sveitastjórnarfulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði telja ekki annað koma til greina en að leggja nýja háspennulínu yfir héraðið í jörð og setja spurningamerki við umfang framkvæmdanna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ólafur hefur ekki fengið vilyrði fyrir neinni stöðu hjá frjálslyndum

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur ekki sent beiðni um inntöku í Frjálslynda flokkinn og formaður flokksins hefur ekki gefið honum vilyrði fyrir neinni stöðu innan hans. Þetta segir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, á heimasíðu sinni í dag.

Mönnunum var sagt að fara ekki í rörið

Mönnunum tveimur sem létust í aðveituröri í Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi, hafði verið sagt að fara ekki inn í rörið. Þeir fundust látnir um metra frá opinu sem þeir gerðu.

Björgvin: Staða sparisjóða verður betri

Viðskiptaráðherra segir að markmiðið með frumvarpi um lagaumhverfi sparisjóða sé að bæta stöðu sparisjóðanna gagnvart öðrum fjármálafyrirtækjum. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi 1. október næst komandi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Hálendiseftirlit með aðstoð Landhelgisgæslunnar

Lögreglan á Hvolsvelli verður með hálendiseftirlit í umdæminu um næstu helgi með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Fylgst verður sérstaklega með utanvegaakstri sem hefur verið mikill undanfarið. Einnig verður kannað með réttindi skotveiðimanna en gæsaveiðitíminn hófst 20. ágúst. Ástand ökumanna verður einnig kannað.

Breyttar áherslur með nýjum málefnasamningi

Það hillir undir Bitruvirkjun og ákvörðun um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt málefnasamningi meirihlutans sem tók við Reykjavíkurborg í dag. Ekkert bendir til að kapp verði lagt á að varðveita nítjándu aldar götumynd Laugavegarins.

Valnefnd um forstjóra LSH skilar fljótlega af sér

Valnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilar heilbrigðisráðherra ráðleggingum sínum í byrjun næstu viku. Nýr forstjóri á að taka til starfa eftir ellefu daga.

Svandís: Einkavinavæðing Óskars

Borgarfulltrúar minnihlutans furða sig á ákvörðun meirihlutans að skipa Guðlaug G. Sverrisson sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur. Enn eitt dæmið um einkavinavæðingu Framsóknarflokksins segir oddviti Vinstri grænna.

Eldur í húsnæði Fóðurblöndunnar

Eldur kviknaði loftpressu í húsnæði Fóðurblöndunnar að Kornagörðum 12 rétt fyrir klukkan sex í dag. Að sögn slökkviliðsins var mikill viðbúnaður enda mikið um eldsmat í húsinu. Slökkvilið er enn að störfum.

Telur námið ekki hindra sig í störfum varaforseta

„Það var samdóma álit mitt og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að ég gæti gegnt störfum 2. varaforseta þrátt fyrir að ég væri í námi erlendis," segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi.

7500 skráðir í Reykjavíkurmaraþon

Sjö þúsund og fimm hundruð manns höfðu skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þegar netskráningu lauk klukkan átta í morgun.

Óskar: Guðlaugur af sama sauðahúsi og ég

Guðlaugur Sverrisson er vanur að takast á við krefjandi verkefni og skila þeim af sér með sóma, að sögn Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Óskar segir að ef menn skoði þann lista sem hann hafi lagt fram yfir menn í nefndir borgarinnar komi í ljós að það sé að langstærstu leyti harðasti kjarninn í Framsóknarflokknum.

Grýtti glerglasi í andlit annars manns

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á fertugsaldri fyrir að hafa grýtt annan karlmann með glerglasi fyrir utan Kaffibarinn í desember í fyrra.

Innbrot upplýst með samvinnu lögregluumdæma

Brotist var inn hjá þremur fyrirtækjum í Búðardal aðfaranótt miðvikudagsins 20. ágúst síðastliðinn. Stolið var bæði peningum og verkfærum. Í kjölfarið hófst vinna lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum við að upplýsa innbrotin og taldi lögreglan á Snæfellsnesi möguleika á því að aðilar í umdæmi hennar tengdust innbrotunum. Hófst þá samvinna lögregluliðanna við að upplýsa innbrotin.

Veiðiferðin í Miðfjarðará hugsanlega rædd í borgarstjórn

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, útilokar ekki að hann muni spyrjast fyrir um laxveiðiferðir Hauks Leóssonar, Björns Inga Hrafnssonar, Guðlaugs Þ. Þórðarsonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á vettvangi borgarráðs eða borgarstjórnar.

Fangar mjög ósáttir með túlkun á hegðunarreglum

Fangelsismálstofnun tilkynnti fyrir stuttu um aukið vægi hegðunar fanga við afgreiðslu reynslulausna. Glöddust fjölmargir fangar yfir þeim tíðindum en töldu flestir um að ræða eðlilegan þátt í betrun fanga.

Ákærður fyrir að brjóta glerflösku á höfði manns

Tuttugu og þriggja ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast gegn öðrum manni í miðborg Reykjavíkur í júní í fyrra. Samkvæmt ákæru á hann að hafa slegið fórnarlambið í andlitið með krepptum hnefa og tvisvar með glerflösku þannig að flaskan brotnaði.

Óskar fékk besta vin sinn til að stjórna OR

„Það er stórfrétt að Óskar Bergsson skuli velja besta vin sinn í stjórnarformennsku hjá Orkuveitu Reykjavíkur," segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Lögregla varar við umferðartöfum á laugardag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á að tveir stórir atburðir eru helgina, Reykjavíkurmaraþon og Menningarnótt. Búast má við miklum mannfjölda í miðbæ Reykjavíkur af þessu tilefni.

Höfðu ekki unnið lengi á Íslandi

Tveir menn létust vegna súrefnisskorts þegar þeir fóru inn í veiturör við Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi. Rörið var tæmt af vatni og gufu á þriðjudag og viðhaldsvinna átti að hefjast við það í dag.

Gísli Marteinn: „Alltaf legið fyrir að ég sæti í minni nefndum“

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans.

Hanna Birna: Við áttum ekkert val

Hanna Birna Kristjánsdóttir var rétt í þessu kjörin borgarstjóri Reykjvíkinga á aukafundi borgarstjónar þar sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tók við. Hanna Birna var ráðin í embættið með átta atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá. Hanna Birna tekur við af Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóri.

Meðlimi Ungra vinstri grænna meinaður aðgangur að Ráðhúsinu

Ísleifi Agli Hjaltasyni, meðlimi í stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík, var meinaður aðgangur að Ráðhúsinu í Reykjavík af öryggisverði en þangað hugðist Ísleifur sækja borgarstjórnfund þar sem borgarstjórnarskipti fara nú fram.

Óskar Bergsson: Eini starfhæfi möguleikinn

„Sá meirihluti sem er verið að mynda er myndaður vegna gríðarlegrar spennu og ákalls úr samfélginu um breytingar í borgarstjórn," sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, á

KRFÍ skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta laun ljósmæðra

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að leiðrétta laun ljósmæðra. Hún minnir ríkisstjórnina einnig á það ákvæði stjórnarsáttmálans sem segir til um að endurmeti þurfi kjör stétta hjá hinu opinbera þar sem konur séu í miklum meirihluta.

Hvetur kjósendur til þess að gleyma ekki vinnubrögðunum

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um þá borgarfulltrúa sem standa að nýjasta meirihlutanum í borginni. Hann sagði að borgarbúar hafi á undanförnum misserum ítrekað þurft að horfa upp á hvernig kjörnir fulltrúar hefðu misfarið með vald sitt og brotið gegn lýðræðinu.

Nýr meirihluti skopmynd af ríkisstjórn Davíðs og Halldórs

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, sagði nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni skopmynd af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar og að hér væri á ferðinni meirihluti sem myndaður hefði verið eftir höfði Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og ritstjóra Fréttablaðsins.

Á sjötta tug umsækjenda um forstjóra Keflavíkurflugvallar

Fimmtíu og fjórir sóttu um starf forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf. Jón Gunnarsson, formaður stjórnar félagsins, segir að ekki verði gefið upp hverjir sóttu um enda sé slíkt ekki skylt eins og ef um ríkisstofnun væri að ræða.

Sara Dögg komin á Stuðla

„Ég er guðslifandi fegin að hún er komin í öruggar hendur," segir Helen Halldórsdóttir. Hún auglýsti á mánudag í fjölmiðlum eftir Söru Dögg, fimmtán ára dóttur sinni sem þá hafði verið saknað frá því á föstudag.

Sjá næstu 50 fréttir