Innlent

Gísli Marteinn fær 108 þúsund krónur fyrir setu í forsætisnefnd

Björk Vilhelmsdóttir.
Björk Vilhelmsdóttir.

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að sæti í forsætisnefnd borgarinnar sé aldeilis ekki ein af minni nefndum borgarinnar, eins og Gísli Marteinn gefi til kynna. Gísli Marteinn sagði í samtali við Vísi i dag að þrátt fyrir að hann hefði sagt sig úr nefndum hygðist hann enn taka þátt í vinnuhópum og „minni nefndum" á vegum borgarinnar.

Björk segir að forsætisnefnd sé í flokki I sem gefi mest laun. Hún segir að Gísli Marteinn fái rúmar 108 þúsund krónur fyrir setu í forsætisnefnd. Þetta geri heildarlaun hans að 325 þúsund krónum fyrir þá mánuði sem hann muni stunda nám í stað 216 þúsund krónur sem hann fengi ef hann væri ekki í forsætisnefnd. Full laun borgarfulltrúa eru 433.376 á mánuði ef hann situr í a.m.k. 2 nefndum.

Gísli Marteinn var kjörinn varaforseti borgarstjórnar í dag, en hann mun eins og kunnugt er vera við nám í Edinborgarháskóla næsta vetur. Hann hyggst þó vera viðstaddur eins marga fundi borgarstjórnar eins og hann mögulega getur.






Tengdar fréttir

Gísli Marteinn: „Alltaf legið fyrir að ég sæti í minni nefndum“

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, segist vona að það hafi komið nægilega skýrt fram, að þrátt fyrir að hann sé hættur í nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, taki hann enn þátt í vinnuhópum og „minni nefndum". Á borgarstjórnarfundi í dag var Gísli Marteinn kosinn 2. varaforseti borgarstjórnar en þeirri vegtyllu fylgir seta í svokallaðri forsætisnefnd. Björk Vilhelmsdóttir gagnrýnir kosninguna og segir hana greinilega hugsaða til að hækka laun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×