Innlent

Meðlimi Ungra vinstri grænna meinaður aðgangur að Ráðhúsinu

SHA skrifar

Ísleifi Agli Hjaltasyni, meðlimi í stjórn Ungra vinstri grænna í Reykjavík, var meinaður aðgangur að Ráðhúsinu í Reykjavík af öryggisverði en þangað hugðist Ísleifur sækja borgarstjórnfund þar sem borgarstjórnarskipti fara nú fram.

Ástæðan fyrir því að Ísleifi var meinaður aðgangur var sú að hann klæddist bol með mynd af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, verðandi borgarstjóra, sem á stóð: „Þú er heldur enginn fokking borgarstjóri".

„Við ætluðum að kíkja inn á fundinn, skrípaleikinn, en öryggisvörðurinn stöðvaði mig og sagði að ég mætti ekki koma inn með neinn áróður," útskýrir Ísleifur.

Ísleifur var í hópi með nokkrum öðrum sem ekki klæddust eins bol og var þeim ekki meinaður aðgangur að Ráðhúsinu. Hópurinn skaust þá aðeins í burtu og leyfði Ísleifi að koma sér úr bolnum og hélt síðan aftur áleiðis í fundarsal Ráðhússins.

Ísleifi og félögum hans úr Ungum vinstri grænum var hins vegar einnig meinað að koma inn með sérstakan borða inn í fundarsalinn en að sögn Ísleifs tókst það á endum. Á hann var áletrað: „Höldum áfram ruglinu".







Anna Pála Sverrisdótti, formaður ungra jafnaðarmanna ásamt félögum sínum fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýjasti borgarstjóri Reykvíkinga mætir í ráðhúsið.
Mótmælendur tóku upp á ýmsu fyrir utan ráðhúsið í morgun.
Mótmælendur eru greinilega ljóðelskir.
Þétt er setið á ráðhúspöllum.
Boðið var upp á stólaleik fyrir utan ráðhúsið í morgun en sumum þykir nóg um tíðar hrókeringar þar á bæ.
Vilhjálmur Jens Árnason, eiginmaður Hönnu Birnu, var mættur á pallana konu sinni til stuðnings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×