Innlent

Gísli Marteinn fær laun fyrir störf varaforseta

Björk Vilhelmsdóttir.
Björk Vilhelmsdóttir.

Borgarstjórn kaus Gísla Martein Baldursson í sæti annars varaforseta borgarstjórnar við upphaf borgarstjórnarfundar í morgun. Gísli Marteinn er ekki viðstaddur fundinn, en eins og fram hefur komið mun hann vera við nám erlendis næstu mánuði og hyggst fljúga til Íslands til að vera viðstaddur borgarstjórnarfundi.

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í tölvuskeyti sem hún sendi fjölmiðlum að með þessu sé verið að tryggja Gísla Marteini hærri laun en hann ella hefði fengið. Varaforsetar sitji í forsætisnefnd og með einni nefndarsetu muni laun hans sem borgarfulltrúa verða töluvert hærri en annars hefði verið.

Með setu Gísla Marteins í forsætisnefnd skerðist full laun Gísla um 25% en ekki 50% eins og annars hefði verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×