Innlent

Sextíu teknir fyrir hraðakstur á þremur dögum

MYND/Lögreglan á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli hefur á síðustu þremur dögum stöðvað 60 ökumenn fyrir hraðakstur í umdæmi hennar. Sá sem hraðast ók var á 141 kílómetra hraða.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að nokkurs misskilning hafi gætt í fréttaumfjöllun vegna máls sem varðar of hraðan akstur erlends ferðamanns á mánudaginn var, en hann var stöðvaður austan við Hvolsvöll á 150 km hraða. Sá var sektaður um 130 þúsund og sviptur ökuleyfi í einn mánuði.

Þá segist lögreglan á Hvolsvelli verða með hálendiseftirlti um næstu helgi með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Ætlunin er að fylgjast sérstaklega með utanvegaakstri sem hefur verið mikill undanfarið. Einnig verður kannað með réttindi skotveiðimanna en gæsaveiðitíminn hófst í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×