Innlent

KRFÍ skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta laun ljósmæðra

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að leiðrétta laun ljósmæðra. Hún minnir ríkisstjórnina einnig á það ákvæði stjórnarsáttmálans sem segir til um að endurmeti þurfi kjör stétta hjá hinu opinbera þar sem konur séu í miklum meirihluta.

Félagið bendir á að laun ljósmæðra sé með hinum lægstu innan raða BHM, jafnvel þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er hjá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum. Stjórn félagsins telur þetta lýsandi dæmi þess hvernig launamisrétti er látið viðgangast hér á landi. 

Stjórn félagsins lýsir yfir stuðningi við kröfur ljósmæðra og telur þetta vera kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld til þess að snúa við þeirri öfugþróun launa sem kvennastéttir hafa mátt þola. Þetta kemur fram í ályktun frá sjórn Kvenréttindafélags Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×