Innlent

Valnefnd um forstjóra LSH skilar fljótlega af sér

Valnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilar heilbrigðisráðherra ráðleggingum sínum í byrjun næstu viku. Nýr forstjóri á að taka til starfa eftir ellefu daga.

Fjórtán sóttu um starfið þegar það var auglýst í byrjun sumars. Síðan þá hefur einn umsækjandi dregið umsókn sína til baka. Umsækjendurnir sem eftir stóðu voru kallaðir í viðtal og var viðtölum lokið í dag.

Í valnefnd sitja Guðfinna Bjarnadóttir, alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar, Halldór Jónsson, forstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, og Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu áformar valnefndin að skila álitsgerð sínum til heilbrigðisráðherra í byrjun næstu viku - sem er ekki seinna vænna. Nýr forstjóri tekur við fyrsta september - eftir ellefu daga.

Heilbrigðisráðherra hefur því í mesta lagi rétt um viku til að fara yfir umsóknir og álitsgerðina og ráða síðan í starfið.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×