Fleiri fréttir Rússneskar sprengjuvélar inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í gær Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska flugstjórnarsvæðið í gærmorgun og fóru einn hring í kringum landið. Þær flugu þó ekki upp að ströndinni heldur stóran hring í kringum landið. 8.8.2008 15:48 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8.8.2008 15:30 Utanríkisráðherra í heimsókn til Vestfjarða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur til Vestfjarða á mánudaginn kemur til þess að funda með Fjórðungssambandi Vestfirðinga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga. 8.8.2008 15:09 Búðarhálsvirkjun aftur á dagskrá - orka seld til Rio Tinto Alcan Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Tungná. Orkan verður seld til Rio Tinto Alcan sem mun auka framleiðslu sína í Straumsvík og til Verne Holding sem hyggst reisa netþjónabú á gamla varnarliðssvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 8.8.2008 14:41 Mjög ólíklegt að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu Mjög ólíklegt er að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu þar sem stöðug átök hafa verið síðan í nótt. „Það eru nánast engar líkur á því að Íslendingar séu á svæðinu. Mjög erfitt er að komast inn í Suður-Ossetíu vegna strangrar landamæragæslu," segir Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 8.8.2008 14:36 Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8.8.2008 14:24 Sigurður Tómas stýrir undirbúningi að nýju saksóknaraembætti Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið ráðinn til að stýra undirbúningi að stofnun nýs embættis héraðssaksóknara. 8.8.2008 14:19 Ekki búið að tryggja viðbótarfjármagn vegna Hallgrímskirkju Fjármögnun fyrir viðbótarviðgerðir á steypuskemmdum á Hallgrímskirkjuturni hefur enn ekki verið tryggð. 8.8.2008 13:44 Borgarstjóri leitaði ráðgjafar vegna brottvikningar Ólafar Guðnýjar Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður staðfestir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi ráðfært sig við hana um breytingar á skipan í skipulagsráði. Hún segist þó ekki hafa verið með í ráðum þegar hann tók þessa ákvörðun. 8.8.2008 13:30 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8.8.2008 12:30 Segir borgarlögmann hafa staðfest að brottvikning hafi verið málefnaleg Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það hrein ósannindi að brottvikning Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur sé byggð á ómálefnalegum ástæðum. Borgarlögmaður hafi staðfest það. 8.8.2008 12:25 Sprengjuleitarmenn í Gleðigöngunni á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun hafa sprengjuleitamenn á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra tiltæka þegar Hinsegin dagar ná hápunkti með Gleðigöngu á morgun. 8.8.2008 12:05 Þriðji maðurinn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglunnar úrskurðað þriðja manninn í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 8.8.2008 12:05 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8.8.2008 11:00 Steikjandi hiti en mikil gleði í Peking „Það er mikil og góð stemning í Peking," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra íþróttamála á Íslandi. Hún er þar stödd ásamt íslensku keppendunum. „Ég er að fara hérna út á völlinn. Við erum hérna íþróttaráðherrar allra landanna," segir Þorgerður. 8.8.2008 10:38 Spyr hvort lægsta tilboð í byggingu skóla sé endilega hagstæðast Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, spyr hvort borgin hafi í raun tekið hagstæðasta tilboði í byggingu Sæmundarskóla í Norðlingaholti með því að semja við erlendan verktaka. Hann bauð aðeins tveimur prósentum betur en íslenskt fyrirtæki sem átti næstlægsta tilboð. 8.8.2008 10:33 Féll niður af hamri og hlaut þungt höfuðhögg Tólf ára piltur hlaut þungt höfuðhögg þegar hann féll farm af hamri og lenti ofan í grýttri fjöru skammt frá Hofsósi í Skagafirði í gærkvöldi. 8.8.2008 09:52 Próflaus tekinn fyrir fíkniefnaakstur Lögregla stöðvaði ökumann í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun, grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 8.8.2008 09:43 Lækjargötu lokað vegna Hinsegin daga Lækjargötu í Reykjavík verður lokað frá Skólabrú að Geirsgötu frá klukkan sex í fyrramálið og fram eftir degi, laugardaginn 9. ágúst. Þetta er gert vegna Hinsegin daga sem verða haldnir hátíðlegir um helgina. 8.8.2008 09:13 Kvennaskólanemi vann alþjóðlega ljósmyndakeppni Sextán ára nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Lára Þórðardóttir vann til verðlauna í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Keppnin var haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu ungs fólks og var tema keppninnar: ungt fólk í breyttu loftslagi. Lára sendi inn tvær myndir og fékk önnur verðlaun, en hin lenti í hópi 48 útvalinna mynda.- 8.8.2008 08:39 Stöðugur straumur liggur til Dalvíkur Stöðugur straumur ferðafólks hefur legið til Dalvíkur síðan á miðvikudag, í aðdraganda Fiskidagsins mikla, sem verður um helgina. 8.8.2008 08:24 Þungir bensínfætur í Ártúnsbrekku Sautján ára ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst á 168 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni í nótt, sem er liðlega tvöfaldur hámarkshraði þar. Hann var í kappakstri við annan ungan mann, sem var á álíka hraða og veit lögregla hver hann er. Haft verður tal af honum í dag. 8.8.2008 08:02 Búið að ná öllum þremur árásarmönnunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að hafa uppi á öllum þremur árásarmönnum, sem stungu útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 8.8.2008 06:58 Litháinn byrjaður að skila fíkniefnunum Eitthvað er byrjað að ganga niður af liðlega tvítugum Litháa, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrradag, grunaður um að reyna að smygla fíkniefnum innvortis. 8.8.2008 06:51 Stolið úr handtöskum eldri kvenna Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavélum í Kringlunni í því skyni að hafa hendur í hári vasaþjófs eða -þjófa sem hnupluðu minnst átta peningaveskjum af fólki í verslanamiðstöðinni í fyrradag. 8.8.2008 00:01 Saving Iceland segir bless í bili Fjórðu aðgerðabúðum samtakanna Saving Iceland er lokið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. 8.8.2008 00:01 Tveim meðferðarheimilum hefur verið lokað Tveim meðferðarheimilum fyrir börn hefur verið lokað það sem af er þessu ári. Heimili á Hvítárbakka í Borgarfirði var lokað í upphafi ársins og í vor var heimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum einnig lokað. 8.8.2008 00:01 Lágt hættumat í gleðigöngu Hættumat á sprengjuhótun vegna gleðigöngu Hinsegin daga er ekki hátt, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hvetur fólk ekki til að sitja heima. 8.8.2008 00:01 Úgandaforseti vill til Íslands Yoweri Museveni, forseti Afríkuríkisins Úganda, hefur lýst yfir áhuga á að koma í heimsókn til Íslands til að kynna sér jarðvarma. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. 8.8.2008 00:01 Öryggisgæsla hjá Mæðrastyrksnefnd Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Mæðrastyrksnefnd 800 þúsund króna styrk vegna öryggisgæslu á úthlutunardögum. Í vetur hafa tveir öryggisverðir frá Securitas verið að störfum á úthlutunardögum. 8.8.2008 00:01 Undanþágulistar ekki uppfærðir í þrettán ár Undanþágulistar sem gilda um neyðarmönnun, komi til verkfalla ljósmæðra í september, hafa ekki verið uppfærðir í rúman áratug. 8.8.2008 00:01 Samþykkt að byggja við Korpuskóla Samþykkt var á fundi fulltrúa borgarstjórnar og foreldra nemenda við Korpuskóla í Grafarvogi í kvöld að strax á næsta ári verði ráðist í framkvæmdir á nýrri viðbyggingu skólans sem mun leysa af hólmi bráðabirgðakennslustofur sem reyndur heilsuspillandi. Vonast er til að nýbyggingin verði tekin í notkun árið 2010. 7.8.2008 22:50 Borgarstjóri tekur allar skoðanakannanir með fyrirvara Eins og koma fram í fréttum Stöðvar 2 og birtist hér á Vísi í kvöld geldur listi frjálslynda og óháðra, flokkur Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, afhroð í nýrri skoðanakönnum sem Capacent gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2. 7.8.2008 21:57 ABC barnahjálp í fjárhagsvandræðum Starf ABC barnahjálpar erlendis á í verulegum vanda vegna veikingar krónunnar og hækkandi matarverðs auk þess sem verðbólga í löndunum sem ABC starfar í hefur aukið á vandann. 7.8.2008 22:15 Handtekinn í Keflavík með hylki innvortis Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók í gær tvítugan Litháa, sem grunaður er um að hafa reynt að smygla hingað miklu af fíkniefnum innvortis. Fréttastofa Sjónvarps greindi frá þessu í kvöldfréttatíma sínum. 7.8.2008 19:36 Vinna saman gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir á Akureyri, Blönduósi og Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi. 7.8.2008 19:44 Unglingsstúlkan fundin Stúlkan sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. 7.8.2008 19:18 Dagsetningin 08.08.08 heillar Áttundi, þann áttunda, tvö þúsund og átta rennur upp á morgun. Þessa eftirminnilegu dagsetningu ætla margir að nýta sér til hinna ýmsu viðburða á morgun. 7.8.2008 19:08 Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7.8.2008 18:30 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ferðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til að sækja konu í Reykjadal í hádeginu í dag. Konan var við göngu skammt frá Hellisheiði ásamt hópi erlendra ferðamanna. 7.8.2008 18:27 Framkvæmdastjóri ASÍ: Kaupréttarsamningar bera vott um tvöfalt siðgæði Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir kaupréttarsamninga forstjóra og stjórnarformanns Kaupþings bera vott um tvöfalt siðgæði. Davíð Oddsson sagði það dómgreindarleysi á sínum tíma þegar sambærilegir samningar voru uppi á borðinu. 7.8.2008 18:19 Gert ráð fyrir mikilli umferð vegna tónleika Eric Clapton Búist er við mikilli umferð vegna tónleika í Egilshöllinni í Grafarvogi annað kvöld, föstudaginn 8. ágúst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til tónleikagesta að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði. Ekki síst eftir tónleikana en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 7.8.2008 17:41 Kvótalausi sjómaðurinn fór í útrás með kvótagróða Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn, hefur ekki alltaf verið kvótalaus. Árið 1990 hagnaðist hann um sextíu millljónir króna þegar hann seldi hlut sinn í útgerðarfélaginu Festi, þar með talinn kvóta. 7.8.2008 17:35 Lögreglan lýsir eftir þrettán ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þrettán ára gamalli stúlku, Lönu Elísabetu Nikulásdóttur. Lana fór að heiman síðla dags, laugardaginn 2 ágúst. Ekki er vitað um klæðnað hennar en talið er að hún sé á höfuðborgarsvæðinu. 7.8.2008 17:33 Borgin þarf að veita nýja umsögn um Vegas og Óðal Borgarráð frestaði á fundi sínum í dag að fjalla um beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nýja umsögn vegna óskar skemmtistaðanna Óðals og Vegas um undanþágu frá banni við nektarsýningum. 7.8.2008 17:27 Sjá næstu 50 fréttir
Rússneskar sprengjuvélar inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í gær Tvær rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn í íslenska flugstjórnarsvæðið í gærmorgun og fóru einn hring í kringum landið. Þær flugu þó ekki upp að ströndinni heldur stóran hring í kringum landið. 8.8.2008 15:48
Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8.8.2008 15:30
Utanríkisráðherra í heimsókn til Vestfjarða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heldur til Vestfjarða á mánudaginn kemur til þess að funda með Fjórðungssambandi Vestfirðinga og framkvæmdastjórum sveitarfélaga. 8.8.2008 15:09
Búðarhálsvirkjun aftur á dagskrá - orka seld til Rio Tinto Alcan Landsvirkjun hefur ákveðið að hefja á ný framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í Tungná. Orkan verður seld til Rio Tinto Alcan sem mun auka framleiðslu sína í Straumsvík og til Verne Holding sem hyggst reisa netþjónabú á gamla varnarliðssvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 8.8.2008 14:41
Mjög ólíklegt að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu Mjög ólíklegt er að nokkur Íslendingur sé í Suður-Ossetíu þar sem stöðug átök hafa verið síðan í nótt. „Það eru nánast engar líkur á því að Íslendingar séu á svæðinu. Mjög erfitt er að komast inn í Suður-Ossetíu vegna strangrar landamæragæslu," segir Urður Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 8.8.2008 14:36
Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8.8.2008 14:24
Sigurður Tómas stýrir undirbúningi að nýju saksóknaraembætti Sigurður Tómas Magnússon, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið ráðinn til að stýra undirbúningi að stofnun nýs embættis héraðssaksóknara. 8.8.2008 14:19
Ekki búið að tryggja viðbótarfjármagn vegna Hallgrímskirkju Fjármögnun fyrir viðbótarviðgerðir á steypuskemmdum á Hallgrímskirkjuturni hefur enn ekki verið tryggð. 8.8.2008 13:44
Borgarstjóri leitaði ráðgjafar vegna brottvikningar Ólafar Guðnýjar Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður staðfestir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi ráðfært sig við hana um breytingar á skipan í skipulagsráði. Hún segist þó ekki hafa verið með í ráðum þegar hann tók þessa ákvörðun. 8.8.2008 13:30
Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8.8.2008 12:30
Segir borgarlögmann hafa staðfest að brottvikning hafi verið málefnaleg Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það hrein ósannindi að brottvikning Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur sé byggð á ómálefnalegum ástæðum. Borgarlögmaður hafi staðfest það. 8.8.2008 12:25
Sprengjuleitarmenn í Gleðigöngunni á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun hafa sprengjuleitamenn á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra tiltæka þegar Hinsegin dagar ná hápunkti með Gleðigöngu á morgun. 8.8.2008 12:05
Þriðji maðurinn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglunnar úrskurðað þriðja manninn í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 8.8.2008 12:05
Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8.8.2008 11:00
Steikjandi hiti en mikil gleði í Peking „Það er mikil og góð stemning í Peking," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra íþróttamála á Íslandi. Hún er þar stödd ásamt íslensku keppendunum. „Ég er að fara hérna út á völlinn. Við erum hérna íþróttaráðherrar allra landanna," segir Þorgerður. 8.8.2008 10:38
Spyr hvort lægsta tilboð í byggingu skóla sé endilega hagstæðast Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, spyr hvort borgin hafi í raun tekið hagstæðasta tilboði í byggingu Sæmundarskóla í Norðlingaholti með því að semja við erlendan verktaka. Hann bauð aðeins tveimur prósentum betur en íslenskt fyrirtæki sem átti næstlægsta tilboð. 8.8.2008 10:33
Féll niður af hamri og hlaut þungt höfuðhögg Tólf ára piltur hlaut þungt höfuðhögg þegar hann féll farm af hamri og lenti ofan í grýttri fjöru skammt frá Hofsósi í Skagafirði í gærkvöldi. 8.8.2008 09:52
Próflaus tekinn fyrir fíkniefnaakstur Lögregla stöðvaði ökumann í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun, grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 8.8.2008 09:43
Lækjargötu lokað vegna Hinsegin daga Lækjargötu í Reykjavík verður lokað frá Skólabrú að Geirsgötu frá klukkan sex í fyrramálið og fram eftir degi, laugardaginn 9. ágúst. Þetta er gert vegna Hinsegin daga sem verða haldnir hátíðlegir um helgina. 8.8.2008 09:13
Kvennaskólanemi vann alþjóðlega ljósmyndakeppni Sextán ára nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Lára Þórðardóttir vann til verðlauna í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Keppnin var haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu ungs fólks og var tema keppninnar: ungt fólk í breyttu loftslagi. Lára sendi inn tvær myndir og fékk önnur verðlaun, en hin lenti í hópi 48 útvalinna mynda.- 8.8.2008 08:39
Stöðugur straumur liggur til Dalvíkur Stöðugur straumur ferðafólks hefur legið til Dalvíkur síðan á miðvikudag, í aðdraganda Fiskidagsins mikla, sem verður um helgina. 8.8.2008 08:24
Þungir bensínfætur í Ártúnsbrekku Sautján ára ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst á 168 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni í nótt, sem er liðlega tvöfaldur hámarkshraði þar. Hann var í kappakstri við annan ungan mann, sem var á álíka hraða og veit lögregla hver hann er. Haft verður tal af honum í dag. 8.8.2008 08:02
Búið að ná öllum þremur árásarmönnunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að hafa uppi á öllum þremur árásarmönnum, sem stungu útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. 8.8.2008 06:58
Litháinn byrjaður að skila fíkniefnunum Eitthvað er byrjað að ganga niður af liðlega tvítugum Litháa, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrradag, grunaður um að reyna að smygla fíkniefnum innvortis. 8.8.2008 06:51
Stolið úr handtöskum eldri kvenna Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavélum í Kringlunni í því skyni að hafa hendur í hári vasaþjófs eða -þjófa sem hnupluðu minnst átta peningaveskjum af fólki í verslanamiðstöðinni í fyrradag. 8.8.2008 00:01
Saving Iceland segir bless í bili Fjórðu aðgerðabúðum samtakanna Saving Iceland er lokið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. 8.8.2008 00:01
Tveim meðferðarheimilum hefur verið lokað Tveim meðferðarheimilum fyrir börn hefur verið lokað það sem af er þessu ári. Heimili á Hvítárbakka í Borgarfirði var lokað í upphafi ársins og í vor var heimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum einnig lokað. 8.8.2008 00:01
Lágt hættumat í gleðigöngu Hættumat á sprengjuhótun vegna gleðigöngu Hinsegin daga er ekki hátt, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hvetur fólk ekki til að sitja heima. 8.8.2008 00:01
Úgandaforseti vill til Íslands Yoweri Museveni, forseti Afríkuríkisins Úganda, hefur lýst yfir áhuga á að koma í heimsókn til Íslands til að kynna sér jarðvarma. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. 8.8.2008 00:01
Öryggisgæsla hjá Mæðrastyrksnefnd Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Mæðrastyrksnefnd 800 þúsund króna styrk vegna öryggisgæslu á úthlutunardögum. Í vetur hafa tveir öryggisverðir frá Securitas verið að störfum á úthlutunardögum. 8.8.2008 00:01
Undanþágulistar ekki uppfærðir í þrettán ár Undanþágulistar sem gilda um neyðarmönnun, komi til verkfalla ljósmæðra í september, hafa ekki verið uppfærðir í rúman áratug. 8.8.2008 00:01
Samþykkt að byggja við Korpuskóla Samþykkt var á fundi fulltrúa borgarstjórnar og foreldra nemenda við Korpuskóla í Grafarvogi í kvöld að strax á næsta ári verði ráðist í framkvæmdir á nýrri viðbyggingu skólans sem mun leysa af hólmi bráðabirgðakennslustofur sem reyndur heilsuspillandi. Vonast er til að nýbyggingin verði tekin í notkun árið 2010. 7.8.2008 22:50
Borgarstjóri tekur allar skoðanakannanir með fyrirvara Eins og koma fram í fréttum Stöðvar 2 og birtist hér á Vísi í kvöld geldur listi frjálslynda og óháðra, flokkur Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, afhroð í nýrri skoðanakönnum sem Capacent gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2. 7.8.2008 21:57
ABC barnahjálp í fjárhagsvandræðum Starf ABC barnahjálpar erlendis á í verulegum vanda vegna veikingar krónunnar og hækkandi matarverðs auk þess sem verðbólga í löndunum sem ABC starfar í hefur aukið á vandann. 7.8.2008 22:15
Handtekinn í Keflavík með hylki innvortis Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók í gær tvítugan Litháa, sem grunaður er um að hafa reynt að smygla hingað miklu af fíkniefnum innvortis. Fréttastofa Sjónvarps greindi frá þessu í kvöldfréttatíma sínum. 7.8.2008 19:36
Vinna saman gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir á Akureyri, Blönduósi og Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi. 7.8.2008 19:44
Dagsetningin 08.08.08 heillar Áttundi, þann áttunda, tvö þúsund og átta rennur upp á morgun. Þessa eftirminnilegu dagsetningu ætla margir að nýta sér til hinna ýmsu viðburða á morgun. 7.8.2008 19:08
Ný skoðanakönnun: Ólafur F. geldur afhroð og Samfylking tvöfaldar fylgið Flokkur borgarstjórans í Reykjavík, Ólafs F. Magnússonar, geldur afhroð í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík, sem Capacent gerði fyrir Stöð 2. 7.8.2008 18:30
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ferðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til að sækja konu í Reykjadal í hádeginu í dag. Konan var við göngu skammt frá Hellisheiði ásamt hópi erlendra ferðamanna. 7.8.2008 18:27
Framkvæmdastjóri ASÍ: Kaupréttarsamningar bera vott um tvöfalt siðgæði Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir kaupréttarsamninga forstjóra og stjórnarformanns Kaupþings bera vott um tvöfalt siðgæði. Davíð Oddsson sagði það dómgreindarleysi á sínum tíma þegar sambærilegir samningar voru uppi á borðinu. 7.8.2008 18:19
Gert ráð fyrir mikilli umferð vegna tónleika Eric Clapton Búist er við mikilli umferð vegna tónleika í Egilshöllinni í Grafarvogi annað kvöld, föstudaginn 8. ágúst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til tónleikagesta að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði. Ekki síst eftir tónleikana en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri. 7.8.2008 17:41
Kvótalausi sjómaðurinn fór í útrás með kvótagróða Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn, hefur ekki alltaf verið kvótalaus. Árið 1990 hagnaðist hann um sextíu millljónir króna þegar hann seldi hlut sinn í útgerðarfélaginu Festi, þar með talinn kvóta. 7.8.2008 17:35
Lögreglan lýsir eftir þrettán ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þrettán ára gamalli stúlku, Lönu Elísabetu Nikulásdóttur. Lana fór að heiman síðla dags, laugardaginn 2 ágúst. Ekki er vitað um klæðnað hennar en talið er að hún sé á höfuðborgarsvæðinu. 7.8.2008 17:33
Borgin þarf að veita nýja umsögn um Vegas og Óðal Borgarráð frestaði á fundi sínum í dag að fjalla um beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nýja umsögn vegna óskar skemmtistaðanna Óðals og Vegas um undanþágu frá banni við nektarsýningum. 7.8.2008 17:27