Innlent

Sprengjuleitarmenn í Gleðigöngunni á morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með sprengjurleitamenn á vegum sérsveitar Ríkislögreglustjóra tiltæka þegar Hinsegin dagar ná hápunkti með Gleðigöngu á morgun.

Lögreglan tekur mjög alvarlega sprengjuhótunarbréf sem fréttastofu Stöðvar 2 barst fyrir skömmu vegna Gleðigöngunnar. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki liggi fyrir grunur um hver eða hverjir gætu hafa staðið að hótuninni.

Hann segir að fyrir utan sprengjuleitamennina verði löggæsla með svipuðu sniði og hún hafi verið undanfarin ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×