Innlent

Ekki búið að tryggja viðbótarfjármagn vegna Hallgrímskirkju

Fjármögnun fyrir viðbótarviðgerðir á steypuskemmdum á Hallgrímskirkjuturni hefur enn ekki verið tryggð.

Upphaflega var gert ráð fyrir að viðgerðir á turninum myndu kosta um 280 milljónir króna en turninnn er verr á sig kominn en gert var ráð fyrir og áætlað er að kostnaður við framkvæmdir fari rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir kostnaðaráætlun.

Ríkissjóður, þjóðkirkjan og Reykjavíkurborg borga hver um sig þriðjung af kostnaði við framkvæmdir. VST verkfræðistofa vinnur nú að nýrri greinargerð um ástand turnsins og verður málið tekið fyrir á fundi sóknarnefndar Hallgrímskirkju í þarnæstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×