Innlent

Féll niður af hamri og hlaut þungt höfuðhögg

Tólf ára piltur hlaut þungt höfuðhögg þegar hann féll farm af hamri og lenti ofan í grýttri fjöru skammt frá Hofsósi í Skagafirði í gærkvöldi.

Hann missti ekki alveg meðvitund en var svo vankaður að hann var ekki viðræðuhæfur. Fallið var um tvær mannhæðir og hélt faðir hans strax niður í illfæra fjöruna og beið hjá honum eftir lögreglu, björgunarsveitarmönnum og lækni.

Búið var um piltinn í fjörunni og hann síðan fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem han dvaldi í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×