Fleiri fréttir

Fjórir handteknir í Eyjum grunaðir um íkveikju

Fjórir ungir menn hafa verið handteknir í Vestmannaeyjum í morgun í tengslum við brunann í gamla Fiskiðjuhúsinu við smábátahöfnina í nótt. Þeir munu vera grunaðir um íkveikju. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Mennirnir munu vera um tvítugt en skýrslur verða teknar af þeim í dag.

Röskun á áætlun langferðabifreiða

Töluverð röskun hefur verið á ferðum langferðabifreiða frá Bifreiðamiðstöð Íslands vegna veðurs. Sérleyfisbílar Keflavíkur hafa haldið óbreyttri áætlun í morgun. Þingvallarleið ætlar að athuga með ferð klukkan hálfeitt í dag. Þá verður reynt að fara til Akureyrar klukkan fimm og í Snæfellsbæ klukkan hálfsex. Að öðru leyti liggja ferðir niðri.

Koparþakið á Austurbæjarskóla hefur staðist storminn

Koparþakið á Austurbæjarskóla virðist ætla að standa af sér veðurofsann en þar á bæ voru menn áhyggjufullir vegna þess að hluti þaksins fauk í óveðrinu í gær. „Þakið virðist hafa haldið ágætlega í nótt og nú er unnið að því að koma í veg fyrir leka," segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri. Um hundrað börn mættu í skólann í morgun en það er um 20 prósent mæting.

Álag á samhæfingarmiðstöð minnkar eilítið

Um 130 björgunarsveitarmenn eru nú að störfum í höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglu og slökkviliði og segja almannavarnir að vel gangi að sinna þeim beiðnum um aðstoð sem borist hafa. Þær eru á níunda tug það sem af er degi.

Vonir glæðast með Ljósinu

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra, er flutt í glæsilegt húsnæði á Langholtsvegi 43 í Reykjavík.

Foreldrar hvattir til að sækja börn sín á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum og skólayfirvöld í Reykjanesbæ hvetja foreldra þar í bæ til að sækja á börn sín í skólann við fyrsta tækifæri. Foreldrar verða að koma inn í skólann og sækja börn sín. Þeim verður ekki hleypt út í óveðrið án fylgdar fullorðinna.

Leki í Egilshöll

Slökkviliðið vinnur nú við að dæla vatni úr Egilshöll í Grafarvoginum en þar flæddi inn í æfingaraðstöðu Skotfélags Reykjavíkur. Vatn lak einnig inn á svæðið á þriðjudaginn var. Vaktstjóri hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins segir lekann ekki mjög mikinn og gangi vel að hemja vatnsflauminn.

32 Breiðavíkurdrengir hafa þegið aðstoð

Þrjátíu og tveir fyrrverandi vistmenn Breiðavíkurheimilishins hafa fengið meðferð á vegum geðsviðs Landspítalans eftir að ríkisstjórnin ákvað snemma á árinu að skipa sérstakt teymi vegna málsins.

Siggi Stormur: Veðrið lægir ekki fyrr en í kvöld

"Það verður afleitt veður með fárviðrishviðum á vestanverðu landinu alveg fram á kvöld," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir að veðrið á suðvesturhorninu lægi lítillega upp úr hádegi, rétt á meðan áttin skiptir sér úr suðaustan átt í suðvesturátt. Suðvestanáttin mun þó taka sig aftur upp eftir hádegi og mun ekki lægja aftur fyrr en í kvöld.

Eldsvoði í Vestmannaeyjum í nótt

Eldur kviknaði í gamla Fiskiðjuhúsinu við smábátahöfnina í Vestmannaeyjum í nótt, en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið.

Foreldrar sendi börn sín ekki í skóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir nú þeim tilmælum til foreldra að þeir sendi börn sín ekki í skóla í dag. Ástæðan er hið mikla óveður sem nú geysar á sv-horni landsins.

Óvíst hvort ráðuneytið mismuni kynjunum

„Kjarakönnun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins gefur ekkert tilefni til fullyrðinga um launamun karla og kvenna sem vinna í félagsmálaráðuneytinu," segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra.

Eðlilegt að stjórnvöld biðji Erlu Ósk afsökunar

„Ég kom því á framfæri við sendiherrann að við litum þetta mál mjög alvarlegum augum og sendiherrann meðtók það,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sem sat fund með sendiherra Bandaríkjanna, Carol van Voorst, í dag.

Lögðu hald á fíkniefni

Lögreglumenn frá Hólmavík lögðu hald á lítilræði af kannabisefnum þegar þeir höfðu afskipti af fjórum mönnum sem voru í einni bifreið á leið vestur Steingrímsfjarðarheiði í morgun. Mennirnir voru yfirheyrðir á Hólmavík en hefur nú verið sleppt, enda telst málið upplýst, segir í tilkynningu lögreglunnar

29 umferðaróhöpp frá klukkan þrjú í dag

Tvennt slasaðist í árekstri á Reynisvatnsvegi í Grafarholti um klukkan sjö í dag og var fólkið flutt á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist tilkynning um 29 umferðaróhöpp frá því klukkan þrjú í dag, en mikil hálka er á götum borgarinnar þessa stundina. Sem betur fer hafa flest óhöppin verið minniháttar. Lögreglan brýnir það fyrir fólki að vera ekki að aka um á bifreiðum sem eru á sumardekkjum.

Áfram viðbúnaður vegna óveðurs

Veðurstofa Íslands varar er við stomi víða um land seint í kvöld og á morgun. Gert er ráð fyrir að áhrifa stormsins fari að gæta upp úr miðnætti og þeirra muni verða vart á landinu fram á seinnihluta morgundagsins.

Lögreglan á Akranesi varar við óveðri

Lögreglan á Akranesi segir að von sé á óveðri í nótt rétt eins og í gærnótt. Því vill hún brýna fyrir bæjarbúum að ganga vel frá öllu lauslegu utandyra og ræður fólki frá því að vera á ferðinni eftir að tekur að hvessa í kvöld.

Dómur í líkamsárásarmáli ómerktur

Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum vegna líkamsárásar og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið fyrir aftur.

Misnotaði dóttur besta vinar síns

Hæstiréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn 10 ára barni. Barnið var dóttir besta vinar mannsins.

Eigandi koparbílsins saknar hans mjög

„Þetta var svolítið sjokk enda bíllinn allur hulinn í kopar í morgun," segir Páll Briem eigandi bifreiðarinnar sem fékk koparþak Austurbæjarskóla yfir sig eftir óveður næturinnar.

Sendiherrann ætlar að spyrjast fyrir um mál Erlu Óskar

Fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra og Carol Van Voorst sendiherra Bandaríkjanna, sem hófst klukkan 15:00 í dag er lokið. Fundurinn fór fram í Utanríkisráðuneytinu. Á honum kom ráðherra á framfæri mótmælum vegna meðferðar á Erlu Ósk Arnardóttur á JFK flugvelli um helgina. Þá fór ráðherra fram á afsökunarbeiðni frá bandarískum yfirvöldum.

Unglæknar fordæma breytingar um borð í neyðarbílnum

Stjórn Félags ungra lækna fordæmir þær breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi neyðarbílsins en ákveðið hefur verið að leggja niður störf lækna um borð í bílnum í sparnaðarskyni. Bráðatæknar munu eftirleiðis vera einir um borð í bílnum.

Slösuðust í árekstri á Reykjanesbraut

Tveir ökumenn voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur fólksbíls og jepplings á Reykjanesbraut til móts við Vogaafleggjara á þriðja tímanum í dag.

Árni kjörinn forseti Hæstaréttar

Á fundi dómara Hæstaréttar Íslands í dag fór fram kosning forseta og varaforseta Hæstaréttar árin 2008 og 2009. Forseti réttarins var kjörinn Árni Kolbeinsson og varaforseti Ingibjörg Benediktsdóttir.

Blóðbað á Fljótsdalsheiði

Ekið var á þrettán hreindýr á við svokallað Norðastafell á Fljótsdalsheiði í morgun með afleiðingum að tíu þeirra drápust strax en aflífa þurfti þrjú. Að sögn lögreglu var aðkoman líkust vígvelli. Það var starfsmaður verktakafyrirtækisins Arnarfells sem varð fyrir því að keyra á dýrin.

16 ára dæmdur fyrir tvö kynferðisbrot

16 ára drengur var í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Annars vegar fyrir að hafa haft samræði við stúlku sem aðeins var 13 ára gömul og hins vegar fyrir að hafa haft samræði stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga.

Reyndi að kyrkja kynsystur sína í Kópavogi

42 ára gömul kona var dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í morgun til þess að greiða 150.000 krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa tekið aðra konu kverktaki á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.

Fjárlagafrumvarpið afgreitt frá Alþingi

Frumvarp til fjárlaga ársins 2008 var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu við hávær mótmæli stjórnarandstæðinga. Alls tók það þingið um tvær klukkustundir að greiða atkvæði um frumvarpið.

Sjá næstu 50 fréttir