Innlent

Dæmdur fyrir að svíkja mat út á nafn Auðuns Blöndal

Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður varð fyrir barðinu á óprúttnum aðila.
Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður varð fyrir barðinu á óprúttnum aðila.

Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja út skyndibita 28 sinnum út á nafn Auðuns Blöndal sjónvarpsmanns.

Alls sveik hann út skyndibita fyrir rúmlega 125 þúsund krónur á rúmlega tveggja mánaða tímabili í fyrra hjá fyrirtækinu Just Eat sem rekur heimsendingarþjónustu fyrir veitingastaði. Greiðslur lét hann færa á kortareikning konu.

Maðurinn játaði brotið fyrir dómi en þetta var í fyrsta sinn sem hann komst í kast við lögin. Segir í dómnum að með tilliti til játningar og þess að maðurinn hafi samþykkt að greiða upphæðina sé rétt að skilorðsbinda refsingu hans til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×