Innlent

Foreldrar sendi börn sín ekki í skóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir nú þeim tilmælum til foreldra að þeir sendi börn sín ekki í skóla í dag. Ástæðan er hið mikla óveður sem nú geysar á sv-horni landsins.

´Rafmagnsbilun hefur valdið því að rafmangslaust er nú í Staðarhverfi og hluta af Mosfellsbæ.

Samhæfingastöðin í Skógarhlíð í Reykjavík var mönnuð seint í gærkvöldi og þar fylgjast fulltrúar frá Almannavörnum, lögreglu, slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og Slysavarnafélaginu Landsbjörgu með framvindu mála.

Samkvæmt veðurratsjá er hvassviðrið komið upp á strandur við Faxaflóann og vestast á Snæfellsnesi. Vindhraðinn fer vaxandi og hefur ekki náð hámarki. Búist er við að það verði nær hádeginu.

Þegar hafa borist nokkrar tilkynningar um fok á höfuðborgarsvæðinu og eru björgunarsveitarmenn þegar komnir á kreik og aðrir í viðbragðsstöðu.

Lögregla vill enn minna fólk á að gæta að lausamunum og meta stöðuna þegar kemur að því að senda börn í skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×