Innlent

Eðlilegt að stjórnvöld biðji Erlu Ósk afsökunar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

„Ég kom því á framfæri við sendiherrann að við litum þetta mál mjög alvarlegum augum og sendiherrann meðtók það," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sem sat fund með sendiherra Bandaríkjanna, Carol van Voorst, í dag.

Þar ræddu þær stöllur um mál Erlu Óskar Arnardóttir sem var handtekin á JFK flugvelli í New York um helgina. „Sendiherrann tilkynnti okkur að hún hefði haft samband við JFK flugvöll og yfirvöld í Bandaríkjunum, hún ætlaði að láta mig vita þegar svör bærust þaðan," segir Ingibjörg ennfremur.

Aðspurð um hvenær það myndi vera sagði hún ekki vita það en telur eðlilegt að Erla Ósk fái afsökunarbeiðni frá yfirvöldum. „Málið er þess eðlis að það getur ekki verið eðlilegt að kalla á hand- og fótjárn. Ef sjórnvöld gera mistök er eðlilegt að þau biðjist afsökunar á því eins og aðrir," segir Ingibjörg Sólrún.

Mál Erlu Óskar hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum bæði í gær og í dag. Hún var handtekin á JFK flugvelli þar sem hún hafði dvalið þremur vikum of lengi í landinu í sumarleyfi árið 1995. Henni var haldið í varðhaldi í 15 klukkustundur, handjárnuð og var án matar í langan tíma. Hún var síðan send úr landi með næstu vél Flugleiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×