Innlent

Slösuðust í árekstri á Reykjanesbraut

MYND/Víkurfréttir

Tveir ökumenn voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur fólksbíls og jepplings á Reykjanesbraut til móts við Vogaafleggjara á þriðja tímanum í dag. Hvorugur þeirra mun þó hafa slasast alvarlega.

Eftir því sem sjónarvottar segja beygði ökumaður jepplingsins, eldri maður, í veg fyrir fólksbílinn þegar hann áttaði sig á því að hann hefði ekið fram hjá Vogaafleggjara, en þar ætlaði hann út. Við áreksturinn valt fólksbíllinn og hafnaði utan vegar. Báðir bílar eru töluvert skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×