Innlent

Yfir 40 beiðnir um aðstoð á höfuðborgarsvæðinu

Hátt í fjörutíu beiðnir um aðstoð hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og er fjöldi björgunarsveitarmanna þegar að störfum.

Meðal annara féll stórt grenitrá á stofuglugga húss í Kópavogi og þeyttist glerbrotin inn um allt. Heitur pottur fauk út á götu í Grafarvogi og rann eftir götunni, gler í strætisvagnaskýli splundraðist og víða fóru plötur að losna af þökum.

Afleitt veður er á helstu leiðum umhverfis höfuðborgarsvæðinu, bæði á Reykjanesbraut, Hellisheiði og á Kjalarnesi og hvetur lögregla fólk til að vera þar ekki á ferð að nauðsynjalausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×