Fleiri fréttir

Slasaðist á krosshjóli

Um miðjan dag síðastliðinn laugardag var lögreglu í Vestmannaeyjum tilkynnt um slys á svokallaðri „Krossbraut“

Kína styður aðild Íslands að Öryggisráðinu

Á fundi sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands átti með Hu Jintao forseta Kína rakti forseti Kína fjölmörg dæmi um árangursríka samvinnu við Íslendinga á sviði viðskipta, tækni, vísinda, menningar og mennta. Jafnframt lýsti hann yfir eindregnum og ótvíræðum stuðningi við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Dísillítrinn dýrastur á Íslandi

Olíuframleiðsluríkið Noregur er með dýrsta bensínið í Evrópu en Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að greiða mest fyrir dísilolíuna á bílinn.

Líkamsárás kærð í Vestmannaeyjum

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald síðustu helgar. Árásin átti sér stað í heimahúsi. Ósætti urðu á milli tveggja íbúa í húsinu sem endað með áflogum. Ekki hlutust alvarlegir áverkar af átökunum.

Ellefu fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan

Að minnsta kosti 11 manns fórust í sjálfsmorðssprengingu í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Þeir sem urðu fyrir árásinni voru lögreglumenn á leið til vinnu. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem mikið mannfall verður í sjálfsmorðssprengingu á þessum stað. Yfir þrjú þúsund manns hafa farist í átökum við herskáa Talíbana á þessu ári.

Bæjarstjórinn á Blönduósi sagði upp

Jóhanna Fanney Friðriksdóttir, sem verið hefur bæjarstjóri á Blönduósi í sex ár, sagði stöðu sinni lausri á löngum bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi og lét strax af starfinu. Hún verður áfram bæjarfulltrúi. Í viðtali við vef Morgunblaðsins segir hún að sér hafi boðist önnur staða, en tilgreinir ekki hver hún er.-

Forseti Íslands fundaði með forseta Kína

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í morgun fund með Hu Jintao, forseta Kína í Shanghai borg, en Ólafur Ragnar er þar í boði kínverska forsetans.

Árásarhundur á Akranesi

Grimmur Schafer hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi upp á síðkastið og veitt því áverka. Til dæmis þurfti að sauma sár, sem kona hlaut þegar hundurinn beit hana í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Akranesi leikur grunur á að eigandinn sé búinn að koma hundinum undan og visti hann utanbæjar, en það ætti að skýrast í dag. Morgunblaðið hefur það eftir dýraeftirlitsmanni bæjarins að hann sjái sér ekki fært að aðhafast í málinu eftir að eigandi hundsins hafði í alverlegum hótunum við hann.

Kennaraháskólinn ryður braut á heimsvísu

Í dag náðist merkur áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks til menntunar þegar Kennaraháskóli Íslands bauð þroskahamlaða nemendur sína velkomna á skólabekk.

Sparkaði í andlit liggjandi manns

31 árs Selfyssingur var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í nóvember í fyrra veist að manni, slegið hann í gólfið og sparkað í andlit hans þar sem hann lá í gólfinu á skemmtistaðnum Pakkhúsið á Selfossi.

Framlög til Landspítala aukast um tæpar 900 milljónir

Gert er ráð fyrir að rekstur Landspítala muni kosta rétt rúma 33 milljarða króna á næsta ári og jafngildir það um 883 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2007. Landspítalinn er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í fjárlagafrumvarpinu.

Földu stera í steríótæki

Fangaverðir á Litla-Hrauni komu upp um smygltilraun þegar reynt var að smygla 79 sterahylgkum, 60 lyfjatöflum og nokkrum sprautum inn í fangelsið. Gestur sem heimsótti vistmann í fangelsinu hafði verið beðinn um að koma með tækið en að sögn lögreglu var honum ekki kunnugt um innihaldið.

Sundabraut ekki á dagskrá á næsta ári

Útgjöld til samgönguframkvæmda hækka um 13,6 milljarða króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008. Samt verður engin framkvæmd við Sundabraut.

Miklu varið til að styrkja Landhelgisgæsluna

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir að útgjöld til löggæslu og öryggismála aukist um tæpar átján hundruð milljónir króna. Þar af nema launa- og verðlagshækkanir 180 milljónum króna.

Stálu gróðurhúsalömpum í Hveragerði

Brotist var inn í gróðurhús við Gróðurmörk í Hveragerði í fyrrinótt og þaðan stolið fjórum gróðurhúsalömpum. Að sögn lögreglu er líklegast að þjófarnir hyggi á einhverskonar hæpna ræktun.

Fundar með forseta Kína um samstarf

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundar á morgun með Hu Jintao, forseta Kína Hu Jintao, í Shanghai og verður jafnframt viðstaddur opnunarhátíð Heimsleika Special Olympics.

Ákærður fyrir vörslu fíkniefna

Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna. Að kvöldi miðvikudagsins 20. desember 2006 var hann handtekinn eftir húsleit þar sem fundust lítilræði af amfetamíni og kannabisefnum g af amfetamíni, 1,44 g af hassi, 1,54 g af maríhúana, 3,46 g af tóbaksblönduðu kannabisefni og 1,27 g af kannabisfræjum. Málið gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur i dag.

Sturla vill breyta ýmsu í störfum þingsins

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hélt ávarp á þingsetningarfundi í dag. Hann hóf mál sitt á því að bjóða alþingismenn og aðra gesti velkomna til athafnarinnar en gestir voru mun fjölmennari nú en áður, þar á meðal var mökum þingmanna boðið að vera við athöfnina. Í ávarpinu vék hann að starfstíma þingsins og ýmsum öðrum breytingum sem hann telur vert að gera á störfum þingmanna og starfsháttum þingsins.

Þinganes strandaði í innsiglingunni að Höfn

Fiskveiðiskipið Þinganes SF 25, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess, strandaði við innsiglinguna að Höfn í Hornafirði um sjöleytið í morgun.

Fimmtán ára fullur undir stýri

Fimmtán ára ökumaður var í hópi þeirra sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fyrir ölvunarakstur um helgina. Eftir því sem segir í frétt lögreglunnar var hann að sjálfsögðu ekki með ökuréttindi en hann beit höfuðið af skömminni og reyndi að villa á sér heimildir og gaf upp nafn bróður síns við handtöku.

Þingsetningarathöfn hafin

Þingsetningarathöfn 135. löggjafarþings Alþingis hófst fyrir um hálfri klukkustund með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Guðsþjónustunni lýkur eftir nokkrar mínútur og þá ganga þingmenn ásamt forseta Íslands inn í Alþingishúsið og forsetinn setur Alþingi og flytur ávarp.

Dregur úr nýskráningum ökutækja

Nýskráningar á bifreiðum eru töluvert færri í ár miðað við sama tíma í fyrra og munar þar 3,5 prósentum. Það sem af er ársins hafa 23.571 ökutæki verið skráð miðað við 24.427 ökutæki á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í fréttabréfi Umferðarstofu. Tímabilið sem um ræðir nær frá 1. janúar og fram til 28. september.

Fleiri fá að skila inn tillögum um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans

Landsbankinn hefur ákveðið að fjölga þeim arkitektateymum sem taka munu þátt í samkeppni um hönnun og framkvæmd nýrra höfðustöðva bankans í miðbænum. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að upphaflega hafi staðið til að fá 12 arkitektateymi til þátttöku í fyrra þrepi samkeppninnar og bárust umsóknir frá 48 arkitektateymum frá 17 þjóðlöndum.

Óvíst hvort McCartney verður við afhjúpun friðarsúlu

Tveimur af frægustu popptónlistarmönnum heimsins, Bítlunum Paul McCartney og Ringo Starr, er boðið að vera við afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á afmælisdegi John Lennon. Allar líkur eru á að Ringo komi en ekki er víst með McCartney.

Ákærður fyrir ítrekuð brot

Tuttugu og níu ára gamall Reykvíkingur hefur verið ákærður fyrir fíkniefnalagabrot, ölvunarakstur og ranga skýrslugjöf. Málið gegn manninum var þingfest í dag.

Sex partýljón handtekin

Sex voru handteknir þegar samkvæmi á Seltjarnarnesi fór úr böndunum á laugardagskvöld. Lögregla var tvívegis kölluð á sama staðinn af nágrönnum sem fengu ekki svefnfrið. Fyrst voru þrír handteknir en það dugði skammt og í seinna skiptið voru þrír til viðbótar handteknir. Að því loknu var öllum öðrum gestum vísað úr samkvæminu og af svæðinu. Húsráðandi var í hópi hinna handteknu en fólkið er á aldrinum 16-22 ára.

Viðurkennir að hafa hrekkt Ólínu

Gunnar Atli Gunnarsson, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði, hefur viðurkennt að hafa sent nemendum skólans smáskilaboð í nafni Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi skólameistara.

Óumflýjanlegt að taka kvótakerfið til endurskoðunar

Vinstri - græn segja að kvótakerfið hafi brugðist og óumflýjanlegt sé að taka það til endurskoðunar. Þá segir flokkurinn mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fálmkenndar og koma þeim sem verði fyrir áfalli vegna niðurskurðar á þorskkvóta að litlu eða engu gagni.

Róbert Árni áfrýjar til Hæstaréttar

Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Róberts Árna Hreiðarssonar sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Róbert Árni viðurkennir ekki sekt í málinu og í samtali við Vísi segir Einar Gautur að hann telji dóminn byggðan að hluta til á sönnunargögnum sem ekki standist fyrir rétti. Hann gagnrýnir einnig harðlega þá ákvörðun dómsins að láta ákvörðun um sviptingu á lögmannsréttindum Róberts standa óhaggaða þrátt fyrir áfrýjun.

Skítugir kokkar á skyndibitastöðum

Könnun sem gerð var á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í júní og júlí síðastliðnum sýnir að forráðamenn margra skyndibitastaða uppfylla ekki kröfur matvælalaga og reglugerða um heilsufarskýrslur starfsmanna,

Aðeins tveir skólar með færri skóladaga en 170

Einungis tveir grunnskólar í landinu voru með færri skóladaga en 170 á síðasta skólaári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Fram kemur á vef hennar að báðir skólarnir séu með undanþágu vegna fámennis eða skipulags skólaaksturs.

Clinton hafði flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli

Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði ör stutta viðdvöl og flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli í morgun, á leið sinni til Færeyja, þar sem hann ætlar að flytja fyrirlestur á ráðstefnu færeyska atvinnulífsins í dag.

Línubáturinn Signý dregin heim aflvana

Björgunarbáturinn Björg frá Rifi kom seint í gærkvöldi til heimahafnar með línubátinn Signýju HU í togi, eftir að vélin í Signýju bilaði á miðunum í gær. Þá var báturinn um 30 sjómílur suður af Látrabjargi. Tveir menn voru um borð og voru þeir aldrei í hættu, enda var blíðskapar veður á Breiðafirði í gær.

Hross hljóp í veg fyrir bíl

Hross hljóp á bíl á Skagafjarðarbraut skammt frá Blönduósi í gærkvöldi og meiddist það mikið, að grípa þurfti til þess að aflífa það á staðnum. Þrír ungir menn voru í bílnum, en engan þeirra sakaði. Hesturinn stökk á aðra hlið bílsins og féll við það í veginn. Bíllinn skemmdist eitthvað, en var ökufær eftir slysið.-

Sjá næstu 50 fréttir