Fleiri fréttir

Kallar á aukið brottkast og svindl

Kvótakerfið er gjaldþrota og taka verður upp gjörbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi að mati Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um verulegan samdrátt í þorskkvóta kalla á aukið brottkast og svindl.

Mótvægisaðgerðir geta styrkt landsbyggðina til lengri tíma

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn niðurskurði aflaheimilda kann að styrkja samfélög á landsbyggðinni til lengri tíma ef rétt verður að þeim staðið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Hann lýsir yfir skilningi á ákvörðun sjávarútvegsráðherra en finnst eðlilegt að á móti verði rannsóknir á þorskstofninum stórauknar.

Illa rökstudd ákvörðun sem vinnur gegn landsbyggðinni

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um verulegan samdrátt í þorskkvóta er illa rökstudd og vinnur gegn smærri fyrirtækjum í sjávarútvegi að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að þetta muni valda miklum búsifjum á landsbyggðinni.

Markvisst unnið að því að útrýma mávi af tjörninni

Andavarp á tjörninni hefur ekki tekist vel í ár, að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Fáir ungar hafa komist á legg. Ástæðurnar eru þær að lítið er af æti við tjörnina og að mávurinn hefur étið ungana.

Erfið ákvörðun en nauðsynleg

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir ákvörðun um að skera niður þorskkvótann um 63 þúsund tonn hafi verið erfið og honum sé fullljóst að hún skapar mikinn vanda fyrir sjávarbyggðir í landinu. Þetta kom fram í máli ráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Sársaukafullt fyrir sjávarútveginn

Samdráttur á aflaheimildum í þorski um 63 þúsund tonn fyrir næsta fiskveiðiár á eftir að verða mjög sársaukafullt fyrir sjávarútveginn að mati framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann undrast að ríkisstjórnin skuli einungis taka mið af tillögum Hafrannsóknarstofnunar í ákvörðun sinni.

Réttargæslumaður stúlkunnar ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur

Réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði nauðgun á Hótel Sögu í mars síðastliðnum segist ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn einblíni of mikið viðbrögð stúlkunnar frekar en verknaðinn. Lögmaður hins ákærða segir líklegt að hann eigi rétt á bótum eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði.

Umferðarstofa hvetur bílstjóra til að sýna bifhjólamönnum tillitssemi

Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu vegna andúðar og tillitsleysi bílstjóra í garð bifhjólamanna.Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hraðakstur bifhjólamanna. Lítið hefur hins vegar borið á réttmætri gagnrýni á hegðun margra bílstjóra í umgengni sinni við bifhjólamenn.

Nýr og umhverfisvænn forsetabíll

Forseti Íslands tekur við nýrri Lexus tvinnbifreið frá Tadashi Arashima, forstjóra Toyota í Evrópu, seinni partinn í dag. Bifreiðin er af gerðinni Lexus LS600h og er knúinn Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og öflugri átta strokka bensínvél.

Kaupþing og Glitnir hækka vexti á íbúðarlánum

Kaupþing hækkaði vexti á nýjum íbúðarlánum í dag um 0,25 prósent og eru vextirnir þá komnir í 5,2 prósent. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að Seðlabankinn myndi ekki lækka stýrivexti á þessu ári. Glitnir hefur einnig ákveðið að hækka vexti á nýjum verðtryggðum húsnæðislánum um 0,25 prósent, eða upp í 5,2 prósent eins og Kaupþing.

Þrjú sveitarfélög greiða 7,6 milljarða fyrir Hitaveitu Suðurnesja

Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík þurfa að greiða ríkinu 7,6 milljarða fyrir hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á miðvikudag í næstu viku. Reykjanesbær borgar um 4,7 milljarða króna, Hafnarfjörður tæpa tvo milljarða og Grindavík um einn milljarð króna.

Krónan hækkar við kvótalækkun

Gengi krónunnnar hækkaði í morgun um 0,6%, strax og sjávarútvegsráðhera var búinn að tilkynna um niðurskurð þorskkvótans. Talið er að útflultningstekjur landsmanna dragist saman um 16 milljarða króna á ársgrundvelli vegna niðurskurðarins, og landsframleiðsla dregst saman um 0,7 prósent, þar af 0,2 á þessu ári þar sem næsta fiskveiðiár hefst frysta september.

Aflaheimildir í þorski 130 þúsund tonn

Ríkisstjórnin kynnti í morgun tillögur sínar um aflaheimildir í þorski fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt þeim verður þorskvótinn 130 þúsund tonn. Er þetta í fullu samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar og lægsti þorskvóti frá upphafi. Mótvægisaðgerðir gera ráð fyrir aðstoð við byggðarlög.

Varað við umferðartöfum og vegaskemmdum á Þingvallavegi

Talsverðar skemmdir eru á klæðningu á 1,5 kílómetra vegakafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega og hefur hraði verði takmarkaður við 50 kílómetra á klukkustund.

Beint flug til Moskvu?

Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavik, átti i gær fund með Yuri Lujkova, borgarstjóra í Moskvu. Á fundinum voru ýmis mál til umræðu og gerði borgarstjóri meðal annars grein fyrir vilja Íslendingar til að gera nýjan loftferðasamning við Rússa.

Gestafjöldi að söfnum slagar hátt í heildaraðsókn að kvikmyndasýningum

Gestafjöldi að söfnum og skyldri starfsemi var um 1.3 milljón á árinu 2005. Til samanburðar var fjöldi gesta árið 1995, 830 þúsund. Gestakomur árið 2005 slaga hátt i heildaraðsókn að kvikmyndasýningum sem var ríflega 1.4 milljónir sama ár. Frá árinu 2000 hefur fjöldi gesta að söfnum og skyldri starfsemi aukist jafnt og þétt eftir að hafa að miklu leyti staðið í stað á seinni hluta síðasta áratugar.

Meintur hryðjuverkamaður hringdi frá Íslandi

Móðir Kafeels Ahmed, sem grunaður er um að tengjast hryðjuverkaárásum á Glasgow, telur að hann hafi hringt í sig frá Íslandi síðastliðinn laugardag, að því er The Times of India greinir frá. Móðirin fullyrðir í samtali við blaðið að Ahmed hafi sagt við sig að hann væri að vinna að stóru verkefni sem tengdist hlýnun jarðar. Hann myndi þurfa að ferðast mikið í tengslum við verkefnið og myndi ekki hafa samband næstu vikuna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kvödd að Skaftárfelli

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif var kölluð að Þjóðgarðinum í Skaftárfelli á sjöunda tímanum í kvöld til að sækja erlendan ferðamann. Maðurinn hafði kennt sér meins og læknir taldi ráðlegast að kalla út þyrluna. Ekki er meira vitað um málið að svo stöddu.

Íbúar á Njálsgötu ósáttir

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað formlega í gær að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa á Njálsgötu í Reykjavík. Mikill styr hefur staðið um málið að undanförnu og hafa nokkrir íbúar við götuna mótmælt harðlega. Pétur Gautur Svavarsson, annar tveggja fulltrúa íbúa og húseigenda í samráðshópi vegna húsnæðsisins, ræddi við Katrínu Rut Bessadóttur í Íslandi í dag.

Hróarskelduhátíðin nær hámarki um helgina

Á fyrsta degi Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku hefur þegar rignt meira en nokkru sinni áður í tæplega fjörutíu ára sögu hátíðarinnar. Gripið hefur verið til neyðarráðstafana þar sem spáð er enn meiri úrkomu um helgina. Vatni og aur er dælt af svæðinu og hálmi dreift á gönguleiðir.

Segja Landsbankann hafa svikið gefin fyrirheit

Hjón sem fóru halloka í verslunarrekstri saka Landsbankann um að bera ábyrgð á óheillaþróuninni. Fyrirheit hafi verið svikin auk þess sem bankinn hafi beitt makalausri hörku og óbilgirni. Trygginga hafi verið krafist í öllum eignum, innkomu og sjóðum en steininn hafi tekið úr þegar þau voru krafin um að framselja líftryggingar sínar til bankans.

Í forsendum að þorkkvótinn verði 160 þúsund tonn

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því í hagspá að þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði 160 þúsund tonn en ekki 130 eins og Hafró leggur til. Stýrivöxtum var ekki breytt í dag og gaf Seðlabankastjóri í skyn að þeir yrðu ekki lækkaðir fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Nærri tveir tugir hraðamyndavéla settar upp á landinu

Mikið átak hefst á næstu dögum í eftirliti með akstri ökumanna þegar tvær sjálfvirkar og fullkomnar hraðamyndavélar verða settar upp á þjóðvegi 1 í Hvalfjarðarsveit. Nærri tveir tugir myndavélar verða settar upp á næstu vikum og mánuðum.

Samtök atvinnulífsins vilja leggja niður vörugjöld

Samtök atvinnulífsins vilja leggja niður vörugjöld og segja þau úrelta skattheimtu og draug fortíðar. Þau telja vörugjöldin beina neyslu fólks í ákveðna vöruflokka án þess að neytendur geri sér grein fyrir því.

Fékk ekki réttlláta málsmeðferð vegna aðkomu læknaráðs

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mál Söru Lindar Eggertsdóttur níu ára fjölfatlaðrar stúlku sem hlaut alvarlegar heilaskemmdir eftir fæðingu hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands, einkum vegna aðkomu læknaráðs. Faðir stúlkunnar segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi en það sé léttir að 9 ára baráttu sé lokið.

Kaupþing hækkar vexti á íbúðalánum

Kaupþing hefur ákveðið að hækka fasta vexti á nýjum íbúðalánum Kaupþings úr 4,95% í 5,20% frá og með 6. júlí 2007. Þetta þýðir hækkun um 0,25%.

Sýknaður af nauðgunarkæru

Pólverjinn sem sakaður var um að hafa nauðgað konu í kjallara Hótels Sögu var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þótti dómurum ekki sýnt að maðurinn hefði þröngvað konunni til samræðis.

Hundur veittist að lögreglumanni við skyldustörf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita varnarúða í gærkvöldi til að hindra að hundur réðist að lögreglumanni við skyldustörf. Lögreglumaðurinn var við húsleit í íbúð í austurborginni en um var að ræða þýskan Schäfer hund. Tæplega 100 grömm af ætluðu amfetamíni fundust í íbúðinni.

Félagmálaráðherra veitir styrk til að jafna launakjör fatlaðra

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að veita sérstakan styrkt til að leiðrétta launakjör fatlaðra í tengslum við átaksverkefni ÍTR og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar sem vakin var athygli á mismunandi launakjörum fatlaðra og ófatlaðra.

Alcan á Íslandi fór langt út fyrir velsæmismörk

Alcan á Íslandi fór langt út fyrir velsæmismörk í aðdraganda kosninga um álverið í Hafnarfirði þegar það lagði að starfsmönnum sínum að safna sérstaklega upplýsingum um meðlimi Sólar í Straumi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Sól í Straumi. Talsmaður samtakanna segir margt benda til þess að fyrirtækið hafi brotið friðhelgi einkalífsins og segir koma til greina að kæra málið til lögreglu.

Hamar vísar ásökunum á bug

Verktakafyrirtækið Hamar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Rafiðnaðarsambands Íslands er vísað á bug og þær sagðar rangar. Rafiðnaðarsambandið hefur sagt að hjá Hamri starfi ófaglærðir verkamenn í störfum þar sem krafist sé fagþekkingar. Þá segir sambandið að kjör starfsmannanna séu ófullnægjandi.

Dæmdur fyrir vörslu fíkniefna á Þjóðhátíð

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til sektargreiðslu fyrir að hafa í vörslu sinni um 15 grömm af amfetamíni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Fíkniefnin fundust á manninum við reglubundið eftirlit lögreglu í Herjólfsdal og var hann upphaflega ákærður fyrir að hafa efnið í fórum sínum í söluskyni.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Þá var honum gert að greiða 80 þúsund krónur í sakarkostnað og tæpar 31 þúsund krónur fyrir læknisvottorð fórnarlambsins.

Starfsemi heimilis við Njálsgötu í fullu samræmi við skyldur borgarinnar

Starfsemi heimilis fyrir heimilislausa við Njálsgötu er fullu samræmi við skyldur Reykjavíkurborgar og ekki í ósamræmi við gildandi skipulag hverfisins. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti lögmanns Reykjavíkurborgar. Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að hefja starfsemi hemilisins næsta haust þrátt fyrir mótmæli margra íbúa í hverfinu.

Krefjast þess að fatlaðir fái greidd umsamin laun

Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að kjör fatlaðra ungmenna sem taka þátt í samstarfsverkefni Hins hússins og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík verði tafarlaust lagfærð í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag um vinnuframlag. Þroskahjálp fagnar því að fötluðum umgmennum sé gert kleift að vinna yfir sumartímann en mótmælir því harðlega að þeim sé ekki greitt sanngjarnt kaup.

Mannréttindardómstóllinn dæmir íslenska ríkið skaðabótaskylt

Mannréttindardómstóll Evrópu hefur úrskurðað að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart níu ára gamalli stúlku vegna læknamistaka. Alls er ríkinu gert að greiða stúlkunni 6,4 milljónir króna í bætur auk 1,5 milljón króna í málskostnað. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi stúlkunni 28,5 milljónir króna í bætur árið 2002 en Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfunni tveimur árum seinna. Samkvæmt úrskurði Mannréttindardómstólsins fékk stúlkan ekki réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti.

Talið ólíklegt að maður grunaður um hryðjuverk sé hér á landi

Bresk lögregluyfirvöld hafa ekki óskað liðsinnis íslenskra yfirvalda við að hafa uppi á manni sem indverskt dagblað segir að sé mögulega á Íslandi. Maðurinn er grunaður um aðild að sprengjutilræðunum í London og í Glasgow á dögunum. Í ljósi þess að engin beiðni um aðstoð hefur borist frá Bretlandi er því talið ólíklegt að maðurinn sé staddur hér á landi.

Lekanda- og klamydíutilfellum fjölgar mikið

Mun fleiri greindust smitaðir af lekanda á síðasta ári miðað við árin þar á undan samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Landlæknisembættisins. Alls greindust 31 einstaklingur með lekanda á síðasta ári en árið þar á undan voru þeir 19. Þá greindust einnig fleiri klamydíutilfelli á síðasta ári miðað við fyrra ár.

Sjá næstu 50 fréttir