Innlent

Þrjú sveitarfélög greiða 7,6 milljarða fyrir Hitaveitu Suðurnesja

Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík þurfa að greiða ríkinu 7,6 milljarða fyrir hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á miðvikudag í næstu viku. Reykjanesbær borgar um 4,7 milljarða króna, Hafnarfjörður tæpa tvo milljarða og Grindavík um einn milljarð króna. Fram hefur komið að Geysir green Energy hefur boðist til að fjármagna hlut Reykjanesbæjar enda hefur bærinn lýst því yfir að hann vilji að Geysir verði hluthafi í Hitaveitunni. Gunnar Svavarsson varaformaður Hitaveitu Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ segir að bærinn fjármagni sinn hlut úr eigin vasa sveitarfélagins. Viðræður standi yfir við Orkuveitun Reykjavíkur varðandi málefni Hitaveitu Suðurnesja sem greint verði frá á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×