Innlent

Talið ólíklegt að maður grunaður um hryðjuverk sé hér á landi

Bresk lögregluyfirvöld hafa ekki óskað liðsinnis íslenskra yfirvalda við að hafa uppi á manni sem indverskt dagblað segir að sé mögulega á Íslandi. Maðurinn er grunaður um aðild að sprengjutilræðunum í London og í Glasgow á dögunum. Í ljósi þess að engin beiðni um aðstoð hefur borist frá Bretlandi er því talið ólíklegt að maðurinn sé staddur hér á landi.

Indverskur maður, Kafeel Ahmed, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Glasgow og Lundúnum, gæti verið á Íslandi, að því er fram kemur í netútgáfu indverska dagblaðsins The Hindu. Hann er talinn náinn vinur tveggja lækna sem eru í haldi í Ástralíu og Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra hefur breska lögreglan þó ekki óskað eftir aðstoð hennar við að hafa uppi á manninum hér á landi, þannig að ólíklegt er talið að lögreglan telji hann vera hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×