Réttargæslumaður stúlkunnar ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júlí 2007 12:20 Réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði nauðgun á Hótel Sögu í mars síðastliðnum segist ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn einblíni of mikið viðbrögð stúlkunnar frekar en verknaðinn. Lögmaður hins ákærða segir líklegt að hann eigi rétt á bótum eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær tvítugan pólskan mann sem ákærður var fyrir nauðgun inn á salerni Hótel Sögu í mars síðastliðnum. Dómurinn taldi ljóst að samræðið hefði átt sér stað en ekki gegn vilja stúlkunnar. Margrét Gunnlaugsdóttir réttargæslumaður stúlkunnar segir dóminn koma sér verulega á óvart og hún sé ósammála niðurstöðunni. Verknaðurinn liggi fyrir en hann teljist ekki ofbeldi í skilningi hegningarlaganna. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ákærða segir niðurstöðu dómsins rétta miðað við þá sönnunarfærslu sem hafi farið fram í málinu. Komið hafi mjög skýrt fram við flutning málsins þegar stúlkan hafi verið spurð hvort hún hefði með orði eða látæði gefið til kynna að hún vildi ekki hafa mök við manninn. Hún hafi sagt nei og bar því við að hafa frosið og ekkert getað aðhafst. Um leið og hún hafi fundið til sársauka hafi hún ýtt manninum frá sér og hann hætt samstundis. Þessi frásögn væri einnig í samræmi við framburð mannsins. Sveinn Andri segir að þarna vanti nauðungina þ.e.a.s. að hann hafi þröngvað henni til maka. Hann segir fjögurra mánuða gæsluvarðhald hafa haft mjög sálræn áhrif á manninn og líklegt sé að hann eigi rétt á skaðabótum. Ekki er enn ljóst hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði nauðgun á Hótel Sögu í mars síðastliðnum segist ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn einblíni of mikið viðbrögð stúlkunnar frekar en verknaðinn. Lögmaður hins ákærða segir líklegt að hann eigi rétt á bótum eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær tvítugan pólskan mann sem ákærður var fyrir nauðgun inn á salerni Hótel Sögu í mars síðastliðnum. Dómurinn taldi ljóst að samræðið hefði átt sér stað en ekki gegn vilja stúlkunnar. Margrét Gunnlaugsdóttir réttargæslumaður stúlkunnar segir dóminn koma sér verulega á óvart og hún sé ósammála niðurstöðunni. Verknaðurinn liggi fyrir en hann teljist ekki ofbeldi í skilningi hegningarlaganna. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ákærða segir niðurstöðu dómsins rétta miðað við þá sönnunarfærslu sem hafi farið fram í málinu. Komið hafi mjög skýrt fram við flutning málsins þegar stúlkan hafi verið spurð hvort hún hefði með orði eða látæði gefið til kynna að hún vildi ekki hafa mök við manninn. Hún hafi sagt nei og bar því við að hafa frosið og ekkert getað aðhafst. Um leið og hún hafi fundið til sársauka hafi hún ýtt manninum frá sér og hann hætt samstundis. Þessi frásögn væri einnig í samræmi við framburð mannsins. Sveinn Andri segir að þarna vanti nauðungina þ.e.a.s. að hann hafi þröngvað henni til maka. Hann segir fjögurra mánuða gæsluvarðhald hafa haft mjög sálræn áhrif á manninn og líklegt sé að hann eigi rétt á skaðabótum. Ekki er enn ljóst hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira