Innlent

Ítalskur ferðamaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur

Maðurinn var sviptur ökuréttindum.
Maðurinn var sviptur ökuréttindum. Mynd/ Visir.is

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ítalskan ferðamann á bílaleigubifreið fyrir of hraðan akstur í Öxnadal um hádegisbil í dag en ökuhraði hans var mældur 171 km/klst. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst.

Maðurinn var sviptur ökuréttindum og þurfti hann að greiða sekt. Sekt fyrir brot sem þetta er 150.000 krónur en gegn staðgreiðslu lækkar hún niður í 112.500 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×