Innlent

Í forsendum að þorkkvótinn verði 160 þúsund tonn

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því í hagspá að þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði 160 þúsund tonn en ekki 130 eins og Hafró leggur til. Stýrivöxtum var ekki breytt í dag og gaf Seðlabankastjóri í skyn að þeir yrðu ekki lækkaðir fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Bankastjórn Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir bankans verði áfram 13,3%. Seðlabankastjóri sagði verðbólgu hafa hjaðnað hægar en gert var ráð fyrir og verðbólguhorfur næsta árs hafa versnað. Hann sagði líkur á því að ekki yrði hægt að lækka stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Hann útilokaði ekki hækkun stýrivaxta ef verðbólguhorfur versna.

Meðal forsenda í spá bankans er að niðurskurður á þorskkvóta verði 17%. Það er um 160 þúsund tonn og svipað veiðiráðgjöf LÍÚ gerir ráð fyrir en mun meira en Hafró leggur til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×