Innlent

Varað við umferðartöfum og vegaskemmdum á Þingvallavegi

Talsverðar skemmdir eru á klæðningu á 1,5 kílómetra vegakafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega og hefur hraði verði takmarkaður við 50 kílómetra á klukkustund.

Mikill hiti undanfarna daga hefur valdið tjörublæðingum á vegarkaflanum milli Grafningsvegamóta og Vinaskógar. Hefur vegurinn orðið fyrir töluverðum skemmdum vegna þessa.

Þá er gert ráð fyrir töfum á umferð á Þingvallavegi frá Skálafelli að Gljúfrasteini vegna vegaframkvæmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×