Innlent

Meintur hryðjuverkamaður hringdi frá Íslandi

Lögreglumaður gætir flugvallarins í Glasgow.
Lögreglumaður gætir flugvallarins í Glasgow.
Móðir Kafeel Ahmed, sem grunaður er um að tengjast hryðjuverkaárásum í Glasgow, telur að hann hafi hringt í sig frá Íslandi um síðustu helgi, að því er The Times of India greinir frá. Samkvæmt blaðinu á Kafeel Ahmed að hafa sagt við móður sína að hann væri að vinna að stóru verkefni sem tengdist hlýnun jarðar. Hann myndi þurfa að ferðast mikið í tengslum við verkefnið og myndi ekki hafa samband næstu vikuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×