Innlent

Félagmálaráðherra veitir styrk til að jafna launakjör fatlaðra

MYND/ÁP

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að veita sérstakan styrkt til að leiðrétta launakjör fatlaðra í tengslum við átaksverkefni ÍTR og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar sem vakin var athygli á mismunandi launakjörum fatlaðra og ófatlaðra.

Í yfirlýsingu frá félagsmálráðuneytinu segir að ráðuneytið leggi ríka áherslu á mikilvægi virkrar þátttöku fatlaðra á vinnumarkaði og starfsendurhæfingu. Ráðuneytið fagnar ennfremur þeim mikla áhuga og árangri sem átaksverkefnið hefur skilað og vonar að umræðan verði til þess að enn fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóði fatlaða velkomna til starfa í kjölfarið.

Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að fötluð ungmenni fái ekki greidd laun í samræmi við atvinnuþáttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×