Innlent

Hundur veittist að lögreglumanni við skyldustörf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita varnarúða í gærkvöldi til að hindra að hundur réðist að lögreglumanni við skyldustörf. Lögreglumaðurinn var við húsleit í íbúð í austurborginni en um var að ræða þýskan Schäfer hund. Tæplega 100 grömm af ætluðu amfetamíni fundust í íbúðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk hundurinn viðeigandi aðhlynningu í samráði við dýralækni.

Lögreglan var við húsleit í austurborginni en þar fundust tæplega 100 grömm af ætluðu amfetamíni sem talið er að hafi verið ætluð til sölu. Par á fimmtugsaldri var handtekið og fært á lögreglustöð til yfirheyrslu en hefur nú verið sleppt úr haldi. Málið telst upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×