Innlent

Íbúar á Njálsgötu ósáttir

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað formlega í gær að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa á Njálsgötu í Reykjavík. Mikill styr hefur staðið um málið að undanförnu og hafa nokkrir íbúar við götuna mótmælt harðlega. Þrátt fyrir mótbárur verður heimilið opnað 1. október á þessu ári og munu átta menn fá þar þak yfir höfuðið. Pétur Gautur Svavarsson, annar tveggja fulltrúa íbúa og húseigenda í samráðshópi vegna húsnæðsisins ræddi við Katrínu Rut Bessadóttur í Íslandi í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×