Fleiri fréttir

Tugir bifreiða hafa skemmst

Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar. Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim.

Talið að tugir bíla hafi skemmst

Lögreglan á Akureyri telur að tugir bíla hafi eyðilagst í hlýindunum í dag eftir að hafa farið um þjóðveginn norðan Akureyrar. Nýlega er búið að leggja vegaklæðningu á 10 kílómetra kafla rétt utan við bæinn og hefur hún bráðnað í hitanum í dag með þeim afleiðingum að tjara og grjót hefur slettst á bílana og skemmt lakkið á þeim.

Stakk af frá vettvangi umferðarslyss

Ökumaður vélhjóls var fluttur á slysadeild eftir að bíll kastaðist á hjól hans á Höfðabakkabrúnni á fimmta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið aftan á annan bíl sem kastaðist á vélhjólið.

Hjóluðu gegn stóriðju og mengun í miðbænum

Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Ferð hópsins endaði fyrir utan Alþingishúsið þar sem spiluð var tónlist og fólki á staðnum boðið upp á ókeypis mat.

Öflugt umferðareftirlit í lofti og á landi um helgina

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu verður í samstarfi við Landhelgisgæslu og Umferðarstofu með umferðareftirlit úr lofti við helstu umferðaræðar í og við höfuðborgina, austur í Árnessýslu og til Borgarfjarðar.

Leitað eftir hugmyndum að uppbyggingu í Kvosinni

Reykjavíkurborg hefur valið sex arkítektastofur til að setja fram tillögur að uppbyggingu í Kvosinni eftir brunann á horni Austurstrætist og Lækjargötu í apríl síðastliðnum. Þá geta aðrir einnig komið hugmyndum sínum að uppbyggingu á framfæri.

Jón Þór verður aðstoðarmaður Björgvins

Jón Þór Sturluson verður að líkindum aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, nýs viðskiptaráðherra, en verið er að ganga frá ráðningu hans þessi dægrin. Jón Þór er dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík en hann er með doktorspróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla.

Vilja að ríkið haldi sínum hlut í HS

Þingflokkur Vinstri - grænna vill að ríkisstjórnin endurheimti aftur fimmtán prósenta hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja en ríkið bauð hann út á dögunum. Fram kemur í tilkynningu frá þingflokknum að hann vilji að fyrirtækið verði áfram í samfélagslegri eigu til þess að koma í veg fyrir að raforkuverð verið hækkað neytendum til skaða.

Björgunarsveitir halda á hálendið

Fjórar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar halda upp á hálendið í dag og verða í fimm hópum til 12. ágúst. Tilgangurinn er að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og vera með viðbragðsstaðsetningar á hálendinu.

Forsetinn ræddi fíkniefnavarnir í Istanbúl

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í morgun ítarlegan fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl í Tyrklandi, og yfirmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðismálum.

Frestað að taka ákvörðun um hugsanleg kaup á hlutum í HS

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frestaði því fram yfir helgi að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið kaupi hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði fjölmörg sveitarfélög sem eiga hlut í Hitaveitunni, hafa haft samband við Orkuveituna með það fyrir augum að selja henni hlut sinn.

Eyborg á leið til Möltu með laumufarþega

Togarinn Eyborg frá Hrísey er nú á leið til Möltu með 21 laumufarþega frá Afríku sem fundust í gærmorgun í þremur flotkvíum sem torgarinn dró á Miðjarðarhafi. Skipstjóri togarans er íslenskur en auk hans eru tveir Rúmenar og sex Indónesíumenn í áhöfninni.

Áhöfn Gnár bárust óvenjulegar þakkir

Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær nokkuð óvenjulegar þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst. Þyrlan sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi.

Sótti fund matvælaráðherra Norðurlanda

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti í gær sumarfund matvælaráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Björneborg í Finnlandi.

SMS-helgi í uppsiglingu

Svonefnd SMS-helgi fer nú í hönd, en þá eiga unglingar það til að mæla sér mót á laun með SMS-skilaboðum og slá upp teiti á ólíklegustu stöðum.

Áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli

Flugfélagið Iceland Express áformar að hefja innanlandsflug og millilandaflug frá Reykjavík til Lundúna og Kaupmannahafnar. Fái félagið úthlutað 6500 fermetra lóð við Reykjavíkurflugvöll sem það hefur sótt um er ráðgert að flug þaðan hefjist næsta vor. Forstjóri félagsins segir skorta verulega á samkeppni í innanlandsflugi.

Minningarathafnir um hundinn Lúkas

Minningarathafnir um hundinn Lúkas voru haldnar bæði í Reykjavík og á Akureyri í gærkvöldi. Grunur leikur á að hópur unglingspilta hafi rænt hundinum og murkað úr honum lífið.

Dómur útilokar setu í stjórnum fyrirtækja

Ef Hæstiréttur staðfestir refisdóma yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu eru þeir útilokaðir frá því að sitja í stjórnum fyrirtækja samkvæmt hlutafélagalögum. Lögmaður Tryggva segir að það verði látið á það reyna hvort lögin stangist á við stjórnarskrá, staðfesti Hæstiréttur dóminn.

Stofna rannsóknarsjóð fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður

Nýr styrktarsjóður við Háskóla Íslands, Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur, var stofnaður í morgun. Með sjóðnum á að veita hjúkrunarfræðingum og ljómæðrum í meistara- og doktorsnámi styrki til rannsókna en markmið HÍ er að efla framhaldsnám í þessum greinum.

Fjölmennar kertavökur til minningar um Lúkas

Milli hundrað og fimmtíu og tvö hundruð manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík klukkan átta í gærkvöldi þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Um hundrað manns hittust hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri og var eigandi Lúkasar, Kristjana Margrét Svansdóttir, þar á meðal.

Segir frummatsskýrslu alsendis ófullnægjandi

Landvernd telur frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík alsendis ófullnægjandi til frekari málsmeðferðar og gagnrýnir hversu mikið álverið muni menga, eða 40 prósentum meira en álver Alcoa í Reyðarfirði.

Vélhjóli ekið aftan á bíl

Vélhjóli var ekið aftan á bifreið við Jórusel í Reykjavík í kvöld. Tveir sjúkrabílar og lögregla voru send á staðinn en ekki er vitað um slys á fólki.

Lýsir eftir bjargvætti sínum

Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag.

Jón Gerald sekur, Jón Ásgeir sýknaður

Jón Gerald Sullenberger, upphafsmaður Baugsmálsins var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða rúmar átta milljónir í málsvarnarlaun í hérðasdómi í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson, var aftur á móti sýknaður af ákæruliðum sem Hæsiréttur hafði sent aftur til efnisdóms í héraði.

Íslandsdeild Amnesty fagnar ákvörðun um rannsókn á meintu fangaflugi

Íslandsdeild Amnesty International fagnar ákvörðun utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að fram fari rannsókn á meintu fangaflugi um Ísland. Amnesty hefur ítrekað farið fram á að íslensk yfirvöld rannsaki millilendingar flugvéla á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi.

Fjórfalt fleiri hlutu mænuskaða árið 2006

Fjöldi þeirra sem hlutu mænuskaða á Íslandi á síðasta ári var að meðaltali fjórfalt meiri en í nágrannalöndunum. Miðað við höfðatölu hljóta helmingi fleiri hér á landi mænuskaða og tilfellunum hefur fjölgað. Ófullkomið vegakerfi er meðal orsaka umferðarslysa sem valda mænuskaða og forvarna er þörf.

Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn orkusölu til álvers í Helguvík

Samningur um sölu orku frá Orkuveitu Reykjavíkur til álvers í Helguvík var samþykktur í borgarráði í dag gegn atkvæðum minnihluta borgarstjórnar. Samfylkingin lét bóka að samningurinn þýði að nær allir virkjunarkostir sem Orkuveitan hefur skoðað verði bundnir í orkusölu til stóriðju.

Leitar til Mannréttindadómstóls ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu

Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna í gegnum fyrirtækið Nordica, segist ætla leita til Mannréttindadómstóls Evrópu með mál sitt ef Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms frá því í dag. Þar var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aðstoða Baugsmenn við bókhaldsbrot.

"SMS " helgin framundan

Lögreglan á Selfossi vill vekja athygli foreldra á því sem kallað hefur verið "SMS hátíð" og er gjarnan haldin fyrstu helgina í júlí þegar skólakrakkar fá fyrstu sumarlaunin sín. Hátíðin hefur farið þannig fram að boð ganga á milli ungmenna, með meðal annars með SMS skilaboðum. Í þeim kemur fram hvert skuli halda og síðan er slegið upp tjaldbúðum á svæðum sem ekki eru ætluð sem tjaldstæði.

Vatni hleypt úr Hálslóni öðru hverju í sumar

Ætlunin er að hleypa vatni úr Hálslóni öðru hverju í sumar að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingarfullrúa Landsvirkjunar, en eins og fram kom í fréttum fyrr í dag verður það gert á þriðjudag.

Dæmdir fyrir peningafölsun

HéraðSdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrjá menn í fangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal peningafölsun. Þeir voru gripnir við fölsunina í desember í fyrra og játuðu allir brot sitt.

Glerfarmur féll af flutningabíl á Suðurlandsvegi

Glerfarmur féll af flutningabíl á þjóðveginum á milli Kotstrandar og Ölfusborgar um fjögurleytið í dag. Glerið dreifðist yfir veginn og þurfti lögregla að loka hluta hans í nokkurn tíma. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna þessa um Suðurlandsveg en umferð hefur verið hleypt á að nýju.

Höfrungshræ í fjörunni við Voga

Sorgleg sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína um fjöruna syðst við þéttbýlið í Vogum í morgun eftir því sem segir á vef Víkurfrétta. Þar hafði höfrungskýr rekið á land og út úr henni hékk hræ kálfs.

Allt hálendið opið nema Eyjafjarðarleið

Fram kemur á vef vegagerðarinnar að búið sé að opna allt hálendið nema Eyjafjarðarleið. Vegfarendur eru beðnir um að gæta varúðar við akstur um hálendið, þó sérstaklega við óbrúaðar ár.

Breiðhyltingar fá heitt vatn að nýju

Verið er að hleypa heitu vatni á leiðslur á ný eftir viðgerð á heitavatnsæð við Vesturhóla sem bilaði í morgun. Orkuveitan þurfti í kjölfar bilunarinnar að loka fyrir heita vatnið í stórum hluta Hólahverfis til þess að geta gert viðeigandi ráðstafanir.

Skilorðsbundið fangelsi vegna klórgasslyss

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag stöðvarstjóra hjá Olís á Eskifirði í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir almannahættubrot vegna klórgasslyssins í sundlauginni á Eskifirði í fyrrasumar.

Krefjast tvöföldunar á Suðurlandsvegi sem allra fyrst

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kallar eftir því í yfirlýsingu að tvöföldun Suðurlandsvegar hefjist sem allra fyrst. Samtökin benda á umferðarteppuna sem myndaðist um síðustu helgi máli sínu til stuðnings og benda á að umferð við Litlu Kaffistofuna hafi aukist um rúmlega fimmtíu prósent á síðustu fimm árum.

Dómum yfir Tryggva og Jóni Gerald áfrýjað

Lögmenn þeirra Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, sögðu eftir að dómur var kveðinn upp í þeim liðum Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði til efnismeðferðar í héraðsdómi, að þeir myndu áfrýja dómum skjólstæðinga sinna.

Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Baugs, af öllum ákæruliðum endurákæru í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði aftur heim í hérað. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, fékk hins vegar 12 mánaða skilorðsbundinn dóm og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot.

Vatni hleypt úr Hálslóni í næstu viku

Til stendur að hleypa vatni úr Hálslóni á þriðjudaginn kemur þar sem lónið fyllist fyrr en æskilegt þykir. Er þetta gert í öryggisskyni til að halda fyllingarhraðanum niðri.

Risabor að Kárahnjúkum bætti heimsmet um 14 metra

Risabor númer 2 að Kárahnjúkum setti um helgina heimsmet í borun á einum sólarhring þegar hann boraði alls 106,12 metra. Þetta hefur fengist staðfest eftir því sem segir á vef Kárahnjúkavirkjunar.

Sjá næstu 50 fréttir