Innlent

Allt hálendið opið nema Eyjafjarðarleið

Fram kemur á vef vegagerðarinnar að búið sé að opna allt hálendið nema Eyjafjarðarleið. Vegfarendur eru beðnir um að gæta varúðar við akstur um hálendið, þó sérstaklega við óbrúaðar ár.

Vegagerðin minnir vegfarendur á að kanna straum, dýpt og botngerð áður en farið er yfir vatnsföll. Hálendið er að jafnaði aðeins fært á sumrin.

Vegagerðin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×