Innlent

Breiðhyltingar fá heitt vatn að nýju

Verið er að hleypa heitu vatni á leiðslur á ný eftir viðgerð á heitavatnsæð við Vesturhóla sem bilaði í morgun. Orkuveitan þurfti í kjölfar bilunarinnar að loka fyrir heita vatnið í stórum hluta Hólahverfis til þess að geta gert viðeigandi ráðstafanir.

Viðgerðarmenn Orkuveitu Reykjavíkur luku viðgerð skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis, en vegna tæringar hafði leki komið að heitavatnslögninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×